Styrkja RóSu

Allir dagskrárliðir RóSu eru ókeypis og allt umsjónarfólk og aðstandendur vinna í sjálfboðavinnu. Engu að síður þurfum við að standa straum af ýmsum óhjákvæmilegum kostnaði, svo sem vef-vistun, plakataprentun og aðföngum til matargerðar. Okkur dreymir auk þess um ævintýri eins og að flytja dagskránna út á land og jafnvel bjóða umsjónarfólki erlendis frá. Þess vegna þiggjum við með þökkum að velgjörðarfólk styrki okkur.

Til að styrkja Róttæka sumarháskólann geturðu einfaldlega lagt upphæð að eigin vali inn á bankareikning okkar hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga. Við birtum ekki nöfn þeirra sem styrkja okkur, en við gerum að sjálfsögðu grein fyrir öllum framlögum sem okkur berast á ársuppgjöri. Hér eru bankaupplýsingarnar:

  • Kennitala: 431014-1490
  • Reikningsnúmer: 1110-26-1014

Sumarið 2014 buðum við upp á þá nýjung í fjáröflunarmálum að taka við fjölgreiðslu af kreditkorti. Lág mánaðarleg greiðsla dregst þá af kortinu í hverjum mánuði, minnst 300 krónur. Við dreifðum við þessum litlu eyðublöðum sem einfalt er að fylla út og setja í söfnunarkassann okkar. Þessi aðferð er bæði þægileg og örugg, og fer í gegnum félagagreiðslukerfi Valitors þar sem upplýsinga er vandlega gætt. Við munum bjóða upp á sömu aðferð í framtíðinni, og erum að vinna í að setja upp örugga leið til að taka við kreditkortaupplýsingum í gegnum heimasíðuna.

Comments are closed.