Námsstofulýsingar

⁑ = Tvöfaldur tími   EN = Fer fram á ensku

Vímuefni: Notkun gegnum aldirnar og bannsagan

Umsjón: Snarrótin – Þorsteinn Björnsson

Lýsing: Farið verður yfir algengustu vímuefni sem notuð hafa verið í gegnum aldirnar, hvernig þróunin er frá notkun við helgiathafnir og yfir í almenna neyslu. Hvaða forsendur liggja að baki þannig notkun og hvers vegna. Farið er yfir hættuna af vímuefnum og velt upp spurningunni hvort hægt sé að nota þau án áhættu. Þá verður aðeins komið inn á fíkn, hvað hún er og hvað sé helst til ráða. Farið er yfir bannsöguna í stórum dráttum og fíknistríðið. Hvaða breytingar hafa orðið á síðustu árum og hvernig líklegt er að framhaldið verði miðað við ástandið í dag. Inn í það kemur barátta ýmissa samtaka sem láta sig þessi mál varða.

Tími: Mánudaginn 12. ágúst kl 17:30-19:15

Kúrdíska Frelsishreyfingin og Rojavaverkefnið

Umsjón: Unnur Edda Garðarsdóttir og Eyrún Ólöf Sigurðardóttir

Lýsing: Eftir áralanga þögn um málefni Kúrdistan og kúrdíska fólksins beindust sjónir Vesturlanda aftur að Kúrdum þegar her Daesh (Íslamska ríkisins) var brotinn á bak aftur í borginni Kobane á landamærum Tyrklands og Sýrlands í janúar 2015 eftir margra mánaða umsátursástand. Andspyrnan gegn Daesh á svæðinu var og er leidd áfram af vopnuðum sveitum Kúrda og bandamönnum þeirra í baráttunni gegn Daesh og var ekki laust við að herir Kúrda fengu á sig goðsagnakenndan blæ í hugum margra Vesturlandabúa sem sáu í fjölmiðlum myndir af hersveitum brosandi kvenna takast á við einhver fasískustu og ofbeldisfyllstu samtök samtímans. En saga kúrdísku frelsishreyfingarinnar er lengri en baráttan gegn Daesh og þáttur kvenna í henni hefur alltaf verið ríkur.

Í námsstofunni verður sögu kúrdísku frelsishreyfingarinnar gerð lausleg skil og sérstök áhersla lögð á viðmiðaskipti (e. paradigm shift) sem hreyfingin fór í gegnum á 10.áratug síðustu aldar þegar marxísk-lenínísk hugmyndafræði, með áherslu á sjálfstætt kúrdískt þjóðríki, vék fyrir nálgun sem á meira skylt við anarkisma. Komið verður inn á hugtök á borð við sjálfsvörn, vopnað andóf og þjóðríkið, ásamt því sem sérstök áhersla verður lögð á þátt kvenna í baráttunni gegn Daesh og uppbyggingu á frjálsu lýðræðislegu samfélagi í sjálfstjórnarhéraðinu Rojava í Norður-Kúrdistan.

Þá verður fjallað stuttlega um stjórnkerfið sem Kúrdar kappkosta nú að koma á laggirnar. Þeir hafna kapítalískum nútíma sem þeir segja að kristallist annars vegar í hinu miðstýrða þjóðríki með tilheyrandi menningarlegri kúgun, einkarétti á ofbeldi og kynjamisrétti og hins vegar kapítalísku efnahagskerfi sem stuðli að vaxandi firringu og eyðileggingu vistkerfisins. Sem andsvar við þessari þróun hafa þeir ákveðið að þróa nýja gerð stjórnkerfis sem þeir kalla lýðræðislegt bandalag (e. democratic confederalism) en það byggir á róttæku lýðræði, viðkomu grasrótarinnar að öllum málum er varða samfélagið, sveigjanleika, menningarlegum fjölbreytileika og fjölhyggju. Þá eru femínismi og náttúruvernd sérstaklega í brennidepli en grunnstef í kenningum Abdullah Öcalan, sem kalla mætti hugmyndafræðilegan leiðtoga kúrdísku frelsishreyfingarinnar, er að undirskipun kvenna sé grundvöllur allra annarra félagslegra stigvelda í samfélagi manna.

Tími: Mánudaginn 10. Ágúst kl 20:00-21:45

Karlmennskur og femínismi I & II  ⁑

Umsjón: Arnar Gíslason, Ásta Jóhannsdóttir og Hjálmar G. Sigmarsson

Lýsing: Áhersla er á að koma af stað umræðu um karlmennskur og femínisma, og verður skoðað hvernig hugmyndir um karlmennskur hafa þróast með breyttum viðhorfum og breyttri stöðu kynjanna.

Hugmyndir um karlmennsku, kvenleika og kyn (e. gender) eru í stöðugri endurskoðun, og takast sjónarmið á hverjum tíma á við eldri sjónarmið, sem oft eru íhaldssamari. Fjallað verður um karlmennskur í samhengi við forréttindi og ofbeldi, og við ræðum um hvaða þýðingu femínismi hefur fyrir nútíma karlmennskur, hvers konar hugmyndir um karlmennskur séu nú í þróun. Einnig verða tengsl femínisma og útvíkkaðra hugmynda um kyn skoðaðar, m.a. hvort femínismi sé líklegur til að stíga út úr tvenndarkerfinu (e. gender binary system).

Áhersla verður á umræður í hópum, en einnig verða flutt stutt erindi.

Tími: Þriðjudaginn 11. ágúst kl 17:30-19:15 og 20:00-21:45

Líkamsvirðing, holdafarsmisrétti og samfélagsbarátta

Umsjón: Sigrún Daníelsdóttir sálfræðingur og líkamsvirðingaraktivisti

Lýsing: Í samfélögum víða um heim, þar á meðal hér á landi, ríkir kerfislægt misrétti í tengslum við holdafar sem lýsir sér með þeim hætti að grannvaxið fólk nýtur meiri virðingar og félagslegra forréttinda en feitt fólk býr við kerfisbundna fordóma og mismunun á flestum sviðum lífsins – í menntun, atvinnu, heilbrigðisþjónustu, fjölmiðlum og einkalífi. Engu að síður er holdafar sjaldnast tekið inn í umræðuna þegar fjallað er um samfélagslegt misrétt og jaðarsetningu, og þrátt fyrir margstaðfesta mismunun, heyrast þau viðhorf víða að réttindabarátta á þessu sviði ætti alls ekki að eiga sér stað.

Í námsstofunni verður fjallað um eðli, birtingarmyndir og afleiðingar þessa kerfislæga misréttis, hvernig ríkjandi hugmyndir um holdafar tengjast vanda á borð við slæma líkamsmynd, holdafarsþráhyggju og átraskanir, og hvernig þær móta gildismat okkar og viðhorf gagnvart heilbrigði og heilsueflingu. Rætt verður um þróun samfélagsbaráttu á þessu sviði og hvernig við getum öll lagt okkar af mörkum til þeirrar baráttu. Nemendur verða hvattir til að skoða eigin viðhorf til heilsu og holdafars, rekja uppruna þeirra og átta sig á því hvernig þau hafa haft áhrif á þeirra eigin líf, líðan og lífsgæði. Málstofan er opin öllum þeim sem hafa áhuga á félagslegu réttlæti og vilja vinna að aukinni líkamsvirðingu í samfélaginu.

Tími: Miðvikudagur 12. ágúst 17:30-19:15

Jaðarsetning vímuefnaneytenda og heimilislausra einstaklinga - Skaðaminnkun: heilbrigðisúrræði jaðarsettra

Umsjón: Svala Jóhannesdóttir, verkefnastýra í Frú Ragnheiði og Anna Kristín Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum Hlíf hjúkrunarmóttöku fyrir jaðarsetta einstaklinga.

Lýsing: Hugtakið jaðarsetning felur í sér að ákveðnir hópar innan samfélagsins eru færðir á jaðarinn af kerfinu og samfélaginu. Miðja er ekki til án jaðars og jaðarsetning getur ekki orðið nema fyrir tilstilli miðju – ríkjandi stétt. Jaðarinn er ákveðinn af hinni ríkjandi stétt og er haldið á sínum stað í gegnum siðferðisviðmið og ýmiskonar valdbeitingu. Í þessum fyrirlestri verður sjónum beint að málefnum jaðarsettra vímuefnaneytenda og heimilislausra einstaklinga hér á landi. Skoðað verður hvernig þessir hópar eru samfélagslega útilokaðir og hvaða kerfislægu hindrunum þau mæta þegar kemur að heilbrigðis- og félagskerfinu. Hugmyndafræði skaðaminnkunar verður kynnt, en hún beinist að því að lágmarka áhættu og skaða af líferni fólks út frá þeirra eigin forsendum.

Skaðaminnkun er gagnreynd þekking og hefur sýnt mikinn árangur í vinnu og stuðningi við fólk í virkri vímuefnaneyslu. Markmið skaðaminnkunar er að auka lífsgæði, bæta heilsufar einstaklinga og standa vörð um grundvallar mannréttindi. Inngrip skaðaminnkunar eru bjóðandi fremur en þvingandi og eru grundvölluð á þörfum einstaklinga. Sem slík er skaðaminnkunarþjónusta sniðin til að mæta þörfum fólks þar sem það er statt í lífi sínu. Skaðaminnkun veitir einstaklingum tækifæri á að taka ábyrgð á eigin lífi og ná stjórn á eigin líferni en í því felst valdefling í samfélagi þar sem jaðarsettir hópar eru kúgaðir.

Umsjónakonur munu segja frá og ræða sína eigin reynslu af störfum með jaðarsettum vímuefnaneytendum og heimilislausum einstaklingum hér á höfuðborgarsvæðinu. Þær munu meðal annars kynna tvö skaðaminnkandi úrræði: róttæka heilbrigðisþjónustu og nálaskiptiþjónustu. Aðal umræðuefni þessarar málstofu eru: Jaðarsetning, jaðarsettir vímuefnaneytendur, heimilislausir einstaklingar, skaðaminnkun og róttæk heilbrigðisþjónusta

Tími: Miðvikudaginn 12. ágúst kl 20:00-21:45

Íslenska friðarbaráttan: Saga og einkenni

Umsjón: Stefán Pálsson

Lýsing: Saga andstöðu á Íslandi við vígvæðingu og þátttöku í hernaðarbandalögum er jafngömul hernámi og inngöngunni í Nató. Friðarhreyfingin hefur í gegnum tíðina skipulagt sig með mismunandi hætti og hefur einatt endurspeglað erlendar fyrirmyndir. Hverjir eru megin drættirnir í sögu íslenskra friðarhreyfinga? Er eitthvað sem kemur sérstaklega á óvart?

Fyrirlesari rekur söguna og í kjölfarið verður boðið upp á umræður.

Tími: Fimmtudaginn 13. ágúst kl 17:30-19:15

You broke the law!  EN

Umsjón: Navid Nouri

Lýsing: Navid Nouri segir frá lífi sínu og reynslu sem flóttamaður, og því hvernig lagasetningum er beitt á miskunnarlausan hátt til að koma í veg fyrir að flóttafólk geti sest að í löndum Evrópu. Fyrirlesturinn verður á ensku.

Tími: Fimmtudaginn 13. ágúst kl 20:00-21:45

Trans fólk í nútíma samfélagi: Helstu hugtök, lagaleg og félagsleg staða trans fólks á Íslandi

Umsjón: Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Lýsing: Undir hinsegin regnhlífinni gleymast oft hinir ýmsu hópar og hefur trans fólk lengi barist fyrir sýnileika og viðurkenningu. Trans fólk er gríðarlega fjölbreyttur og víður hópur með margar mismunandi upplifanir. Í þessum fyrirlestri verður farið yfir helstu hugtök og orðanotkun í tengslum við trans fólk, farið yfir lagalega og félagslega stöðu ásamt því að nokkur koma og deila sinni reynslu af íslensku samfélagi.

Fólk sem mætir er hvatt til þess að hugsa um sína eigin stöðu í tengslum við efnið og jafnvel hvernig þau geta haft jákvæð áhrif á umhverfið í kringum sig, t.d. með því að leiðrétta orðanotkun, spurja um fornöfn einstaklinga, deila greinum og svo framvegis.

Í lok fyrirlestrarins verða svo stuttar æfingar þar sem fólk fær svokallaðar “klípusögur” þar sem þau verða að taka afstöðu um hvernig skuli leysa úr málum. Fyrirlesturinn er ætlaður öllum þeim sem vilja öðlast meiri skilning og fá innsýn inn í  líf trans fólks.

Tími: Föstudaginn 14. ágúst kl 17:30-19:15

Limits to growth: Urban growth and environmental degradation in the Capital area in Iceland  EN

Umsjón: Andrea Kristinsdóttir

Lýsing: Today, growth and sustainability have become two of the most important goals for governments, national and local, to fulfil when planning for and developing urban areas. Further, these aspects have been seen as contradictory where economic and urban growth are seen as being strongly linked to increased resource use, while the requirement of sustainable development is concerned with restricting resource use in order for resource consumption to be within earth’s ecological limits.

The Capital area in Iceland is an example of a region that aims in fulfilling growth and sustainable development. The region has in the last decades focused on urban and economic growth while becoming increasingly less sustainable. In terms of this, the region has only been successful in fulfilling urban and economic growth while environmental sustainability has taken the back seat.

Degrowth ideology is the notion of there being limits to growth. It suggests a downscaling of production and consumption, which enhances quality of life and allows the human population to live within earth’s ecological limits. By this, it suggests ways for developing towards prosperity.

Degrowth is concerned with urban planning because the structural characteristics of the human habitat have significant influence on the planet in terms of ecological strain. Further, our cities are one of the, if not the most, resource demanding phenomena on the planet and therefore decreasing resource use for urban development is an important part of decreasing overall environmental degradation. This lecture brings forward the Capital area in Iceland as a case study and discusses degrowth as a possible way to develop our cities to be less resource demanding and help people, companies and governments get closer to their goal of sustainable development.

Tími: Laugardaginn 15. ágúst kl 13:00-14:45

Hlýnun jarðar og kapítalismi

Umsjón: Hjalti Hrafn Hafþórsson

Lýsing: Að takast á við hlýnun Jarðar er stærsta, flóknasta og og mikilvægasta verkefni sem mannkynið stendur frammi fyrir. Í húfi er ekkert minna en framtíð lífs á Jörðinni í þeirri mynd sem það er til í dag. Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvernig hlýnun Jarðarinnar  af völdum útblásturs gróðurhúsalofttegunda er nátengd og samofin kapítalisma og vaxandi hagkerfum heimsins. Fjallað verður um af hverju lausnir sem lagðar eru til innan kapítalískra hagkerfa ganga ekki upp og þær tálsýnir sem haldið er að fólki til að viðhalda hagkerfum heimsins. Ekki verður tekist á við hlýnun Jarðarinnar og lífi og vistkerfum þessarar plánetu verða ekki unnin grið, án þess að takast á við kapítalismann í eitt skipti fyrir öll.  Fyrirlestrinum líkur á því að fjallað verður um hvar, og hvenær sú barátta þarf að fara fram og hvaða form slík barátta getur tekið.

Tími: Laugardaginn 15. ágúst kl 15:30-17:15

Menningarlegar orsakir loftslagsbreytinga

Umsjón: Sindri Freyr Steinsson

Lýsing: Í fyrirlestrinum sem unninn er upp úr BA ritgerð minni í heimspeki verða menningarlegar orsakir loftslagsbreytinga kannaðar. Farið verður yfir umfang loftslagsbreytinga og yfirvofandi auðlindaþurrðar og þær settar í samhengi við yfirstandandi umræður um menningarlegar orsakir loftslagsbreytinga. Hugmyndir Ólafs Páls Jónssonar um tækniveldið og prúttlýðræðið eru skoðaðar og einnig kenning Karls Marx um framleiðsluafstæður samfélagsins. Þessar hugmyndir eru svo endurskoðaðar í ljósi kenninga Max Horkheimer og Theodor W. Adorno um Menningariðnaðinn. Í fyrirlestrinum er því haldið fram að tveir meginstraumarnir í umræðunni um menningarlegar orsakir loftslagsbreytinga; hugmyndafræðilega nálgunin og formgerðarlega nálgunin, séu mismunandi birtingarmyndir sama fyrirbærisins og að aðgerðaleysi í stað lausna á loftslagsvandanum eigi sér rætur í samspili menningariðnaðarins, prúttlýðræðisins og tækniveldisins. Með öðrum orðum er niðurstaðan sú að ríkisvaldið og kapítalisminn standi í vegi fyrir lausnum á loftslagsvandanum.

Tími: Laugardaginn 15. ágúst kl 17:30-19:15

Að búa til yurt. Græn hugsun í að finna hamingju og velferð í minni og gamalli aðferð í að eiga heimili.

Umsjón: Sigurður Ingason

Lýsing: Stuttur fyrirlestur um tilraun mína til að búa til mongólskt hirðingja tjald á Íslandi í þeim tilgangi að búa í. Farið verður út í lýsingu á stöðu yurta í samfélagi í heiminum. Hvernig þeir standa gagnvart lögum, almanna áliti, rekstar kostnaði, stöðu í samfélagi og breyttri hugsun.

Farið verður út í veður og orku þætti þess að búa í yurti. Tekinn er samanburður á yurtum og hefðbundum mannahúsum með tilliti til náttúruverndar,  hagkvæmis og fjölskyldu þáttar.

Eftir fyrirlesturinn verður umræða um hvernig megi þróa verkefnið áfram, ásamt öðru.

Tími: Sunnudaginn 16. ágúst kl 13:00-14:45

Radicalizing Food Systems  EN

Umsjón: Nick Robinson

Lýsing: Since presenting on Radical Food Politics at Róttæki Sumarháskólinn two years ago, Nick Robinson has been developing an organic, heirloom vegetable market garden at Reykjalundur, a farm in Grímsnes, in cooperation with the family owners of the land. Cultivating over twenty varieties of vegetables throughout the summer growing season utilizing multiple techniques from around the world, the project is disproving the oft-repeated mantra, “nothing grows here”. Last year Reykjalundur began a Community Supported Agriculture (CSA) program in which freshly harvested vegetables were delivered directly to consumers in Reykjavík interested in supporting the project and eating some of the best tasting and freshest food available in Iceland. In this session, Nick will talk about the development of the project over the last two years and discuss ways that people interested in growing food using ecologically focussed methods can make the jump from organic gardeners or urban dwellers to beginner farmers. With the average age of farmers in most advanced industrialized countries hovering around 60, a new crop of farmers is needed now to ensure food security across the world. That challenge presents an opportunity to build a movement to transform the food system from a predominantly corporate-owned, unsustainable land ownership, management, and food distribution system to a network of small farms and market gardens producing for local markets, caring for local ecologies and connecting directly with consumers. This session will focus on envisioning that transition and will discuss the challenges associated with it and the methods, appropriate technologies, and resources available to make it happen. Workshop participants will be invited to later spend a day at Reykjalundur working and learning about sustainable growing systems.

Tími: Sunnudaginn 16. ágúst kl 15:30-17:15

Leave a Reply