Um umsjónarfólk námsstofa

Andrea Kristinsdóttir is a newly graduated urban planner. She has studied urban planning and management on a master’s level and physical geography with emphasis on planning on a bachelor level. Her main field of research and interest is urban planning for less environmentally degrading urban areas.

Anna Kristín Jóhannesdóttir er hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum Hlíf hjúkrunarmóttöku fyrir jaðarsetta einstaklinga.

Arnar Gíslason er femínisti og kynjafræðingur. Hann hefur tekið þátt í grasrótarstarfi; innleiðingu samþættingar hjá opinberum aðilum (Háskóli Íslands og UN Women); og rannsakað þátttöku karla á femínískum vettvangi.

Ásta Jóhannsdóttir er PhD nemi í félagsfræði í HÍ, hún er að rannsaka
karlmennsku og kvenleika meðal ungs fólks.

Hjalti Hrafn Hafþórsson starfar sem leikskólakennari. Hann er í stjórn Öldu – félags um sjálfbærni og lýðræði og hefur starfað með RóSu og IWW. Hjalti er með BA í heimspeki.

Hjálmar Sigmarsson er aktivisti, kynjafræðingur og ráðgjafi á Stígamótum. Hann gerði MA rannsókn um upplifun karlmanna á því að skilgreina sig sem femínista og að taka þátt í femíniskri umræðu og aktívisma.

Navid Nouri was born in Iran, the son of refugees from Afganistan. He has lived in Iceland since 2011.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er varaformaður og fjölmiðlafulltrúi Trans Íslands. Hún hefur starfað lengi í mannréttindabaráttu fyrir trans fólk og er ein af helstu talskonum þeirra hérlendis.

Sigrún Daníelsdóttir er sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Hún er formaður Samtaka um líkamsvirðingu og höfundur barnabókarinnar Kroppurinn er kraftaverk – líkamsvirðing fyrir börn.

Sigurður Ingason hefur dvalið í Mongólíu og sótt skóla í byggingu yurta í Skotlandi.

Sindri Freyr Steinsson er tónlistarmaður, nýútskrifaður heimspekinemi og geðheilbrigðisstarfsmaður. Skoðanir hans eru litaðar af anarkískum og marxískum kenningum.

Stefán Pálsson er sagnfræðingur og fyrrum formaður Samtaka hernaðarandstæðinga

Svala Jóhannesdóttir er verkefnastýra í Frú Ragnheiði.

Þorsteinn Björnsson starfar með Snarrótinni og hefur lengi barist fyrir breytingum á löggjöf um eiturlyf.

Leave a Reply