Námsstofulýsingar

⁑ = Tvöfaldur tími   EN = Fer fram á ensku

Stepping stones to fascism: Buying misery in Greece for human rights to save the industrious North from itself I & II  ⁑  EN

Umsjón: Benjamín Julian

Lýsing: This lecture is based on first-hand observation of the economic crisis in Greece and migration through the country. It focuses on the sudden anti-refugee radicalization this spring of the population in Chios, an island south of Lesvos. As refugees were imprisoned there and forbidden from moving on, frictions within the refugee community and with locals boiled over. An analysis will be offered as to the reasons and broader implications of this, based on the historical and political backdrop of events witnessed.

The lecture will also cover some structural and ideological problems in the international volunteer movement in Greece, with wider significance for the rich-world left-wing movements, insofar as they still exist.

The first half of the lecture will be based on diary entries and writings from this winter, expounding the conclusions drawn there.

The latter half will draw on, but be independent of, the first, extrapolating from it to speculate on contemporary democracy, equality, terrorism and fascism in Europe.

Tími: Mánudaginn 8. ágúst kl 17:30-19:15 & 20:00-21:45

Veganismi og kostir hans fyrir dýrin, heilsuna og jörðina: Tegundahyggja og löglegt ofbeldi á dýrum

Umsjón: Aktívegan – Anna Karen, Erna Líf og Stefán Darri

Lýsing: Í þessum fyrirlestri verða rædd rök fyrir veganisma, dýraréttindi og frelsun dýra. Fjallað verður um aktívisma og hvað hægt er að gera til að tryggja dýrum rétt til lífs og frelsis. Þá verður rætt um áhrif kjötræktunar á umhverfið og heilsuna og fjallað um þjáningu dýra og dýradráp út frá siðferðilegu sjónarmiði.

Tími: Þriðjudaginn 9. Ágúst kl 17:30-19:15

Loftslagsbreytingar: Hvað þarf að gera og af hverju erum við ekki að því núna?

Umsjón: Finnur Guðmundarson Olguson

Lýsing: Æ oftar fáum við að heyra að alþjóðasamfélagið þurfi að takast á við loftslagsbreytingar, bæði orsakir þeirra og afleiðingar. Hvers vegna hefur pólitíkin verið svo hæg til að bregðast við máli sem sívaxandi samkomulag er um að sé ein stærsta ógn sem steðjar að framtíð mannkyns og annarra dýrategunda?

Í maí 2016 kom saman hópur fólks í Reykjavík til að ræða hvaða breytingar þyrftu að eiga sér stað á sviði efnahags, samfélags, alþjóðasamstarfs og lýðræðis til þess að unnt væri að berjast gegn loftslagsbreytingum og takast á við afleiðingar þeirra á sama tíma. Efni fyrirlestursins styðst við þær umræður sem áttu sér stað á fundinum og dregur fram þau leiðarstef sem fundarmenn töldu að vænlegt væri að fylgja. Ætlunin er að þróa áfram þessar hugmyndir með því að kafa dýpra í þýðingu þeirra, innri mótsagnir og nauðsynlegar fórnir. Erfiðasta spurningin er þó hvort almenningur og fjöldahreyfingar hafi yfir höfuð vald til að bregðast við?

Hvatt er til umræðna að fyrirlestrinum loknum.

Tími: Þriðjudaginn 9. ágúst kl 20:00-21:45

Áhrif margþættrar mismununar á stöðu fatlaðra kvenna I & II  ⁑

Umsjón: Tabú – María Hreiðarsdóttir, Íva Marín Adrichem og Sigríður Jónsdóttir

Lýsing: Tabú hóf göngu sína árið 2014 en um er að ræða femíníska hreyfingu sem beinir sjónum sínum að margþættri mismunun gagnvart fötluðu fólki. Tabú er sprottið af baráttukrafti kvenna, sem hafa ekki einungis upplifað misrétti á grundvelli fötlunar og kyngervis, heldur einnig mögulega kynhneigðar, kynþáttar og aldurs svo eitthvað sé nefnt.

Reynslan og rannsóknir sýna að fatlaðar konur eiga oftar en ekki erfitt uppdráttar í hreyfingum fatlaðs fólks þar sem fatlaðir karlar og ófatlað fólk er við stjórnvölinn og reynsluheimur kvenna ekki viðurkenndur. Eins hafa femínískar hreyfingar sögulega haft lítinn áhuga á reynslu og baráttumálum fatlaðra kvenna, sem skýrist af þeirri afstöðu að umræða og aðgerðir gegn margþættri mismunun skyggi á kynjajafnréttisbaráttuna. Málin vandast enn frekar ef fatlaðar konur eru einnig af öðrum kynþætti en hvítum, eru hinsegin, aldraðar eða undir lögaldri.

Í þessari námsstofu munu þrjár fatlaðar konur frá Tabú deila ólríkri reynslu sinni af margþættri mismunun og stimplun. Þær munu varpa ljósi á það stigveldi sem er til staðar innan hóps fatlaðs fólks og flækurnar sem þær standa frammi fyrir tilheyri þær fleiri en einum jaðarsettum hópi. Námsstofan er kjörið tækifæri fyrir til að dýpka skilning sinn á því hvernig ólík valdakerfi hafa áhrif á stöðu fatlaðra kvenna.

Tími: Miðvikudaginn 10. ágúst 17:30-19:15 & 20:00-21:45

Á mörkum þekkingar

Umsjón: Hertha Richardt Úlfarsdóttir

Lýsing: Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvað telst gild og æskileg þekking í vestrænu nútíma samfélagi, hverjir hafa sérstakra hagsmuna að gæta innan núverandi stigveldis og hvernig ákveðin þekking og þekkingarform hafa verið jaðarsett. Ekki öll þekking eða þekkingarform standa jafnfætis því sem við köllum fræðilega þekkingu og spurt verður hvort óhefðbundin þekkingarfræði- og form á við frásögn og sögur, geti víkkað sjóndeildahring fræða og unnið á móti ríkjandi stigveldi.

Tími: Fimmtudaginn 11. ágúst kl 17:30-19:15

BDSM málið og Samtökin ’78

Umsjón: Atli Þór Fanndal

Lýsing: Saga Samtakanna ’78 er flókin saga mannréttinda-, menningar- og átthagafélags. Samtökin eru allt í senn stofnun sem veitir félagsþjónustu, skemmtiklúbbur og harðkjarna baráttusamtök. Félagið hefur ítrekað gengið í gegnum endurnýjun og klofning ásamt því að sveiflast milli róttækni og borgaralegra gilda.

Í apríl árið 2016 samþykkti aðalfundur Samtakanna ’78 hagsmunaaðild BDSM á Íslandi í félagið. Síðan þá hafa logað illdeilur innan Samtakanna ’78. Hópur sem kallar sig Velunnara Samtakanna ’78 hafa barist gegn inngöngu með kjafti og klóm undir merkjum þess að boðað hafi verið ólöglega til aðalfundar. Deilt er um hvort BDSM sé hneigð, blæti eða kynhegðun.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu hugmyndafræðilegra deilna í Samtökunum ’78. Vegferð BDSM á Íslandi fram að skilgreiningu þeirra sjálfra sem hinsegin og tilraunir til að sætta klofninginn.

Tími: Fimmtudaginn 11. ágúst kl 20:00-21:45

How to start a revolution, and win  EN

Umsjón: Jamie McQuilkin

Lýsing: This talk, based on the new history “This Is An Uprising” by Mark and Paul Engler, gives an overview of the strategy and tactics of many of the nonviolent revolts and organising campaigns that have shaped societies in the modern era. Examples come from the Indian independence movement, American civil rights movement, Serbian democracy movement, Arab Spring, Occupy Wall Street, Black Lives Matter and the American LGBT rights movement amongst others. It looks at what we can learn from each, and how we can better organise to take on the powerful elites in our own nations and communities – and win. Followed by discussion of how we can use this history to better direct our work in Reykjavík, and what goals we can work towards together.

Tími: Föstudaginn 12. ágúst kl 17:30-19:15

Brúnir íslendingar: Viðhorf, upplifun og að tilheyra íslensku samfélagi

Umsjón: Sanna Magdalena Mörtudóttir

Lýsing: Kynning á yfirstandandi rannsókn meistaraverkefnis í mannfræði við Háskóla Íslands, undir leiðsögn Kristínar Loftsdóttur prófessors í mannfræði. Vinnuheiti meistara-ritgerðarinnar er: Brúnir Íslendingar: Viðhorf, upplifun og að tilheyra íslensku samfélagi. Leitast rannsóknin við að skoða upplifun brúnna Íslendinga af blönduðum uppruna (e. mixed race) í íslensku samfélagi. Einskorðast rannsóknin við einstaklinga með eitt hvítt íslenskt foreldri og annað svart foreldri, sem á einhverjar rætur að rekja til afrískra ríkja, karabíska hafsins eða svarts bandarísks (e. African-American) uppruna.

Birtast kynþáttahugmyndir í því hver telst tilheyra íslenskri þjóð og hver ekki? Er hvítur húðlitur viðmið í íslensku samfélagi og að hve miklu leyti skiptir húðlitur máli í að til-heyra landinu að fullu? Er erfiðara að vera viðurkenndur sem fullgildur þjóðfélagsþegn af hvítum meirihluta, sem íslenskur ef litarhaft manns flokkast sem svart? Er komið fram við ,,blandaða“ einstaklinga öðruvísi en Íslendinga sem eru skilgreindir sem hvítir. Þurfa „blandaðir“ Íslendingar að verja eða færa rök fyrir því að vera Íslendingar? Hafa „blandaðir“ Íslendingar upplifað viðhorf í sinn garð sem staðsetja þau sem erlenda einstaklinga frekar en íslenska?

Tími: Laugardaginn 13. ágúst kl 13:00-14:45

Anarkismi, Syndikalismi og spænska byltingin I & II  ⁑

Umsjón: Jón Karl Stefánsson, Pétur Stefánsson, Hjalti Hrafn Hafþórsson og Plume

Lýsing: Fyrirlesturinn skiptist í tvennt þar sem fyrri hlutinn eru nokkrir stuttir fyrirlestrar um anarkisma og hvers vegna anarkistar eru á móti yfirvaldi og um um syndicalisma sem hefur alltaf verið tengdur anarkisma að því leiti að hann felur í sér að starfsmenn hvers fyrirtækis ættu hafa stjórn á því. Í seinni hlutanum verður sýnd heimildarmynd um spænsku byltinguna þar sem stór hluti fyrirtækja og verksmiðja t.d í Katalóníu voru rekin af sjálfu starfsfólkinu.

Hvað er yfirvald? – Pétur

Anarkistar hafi lengi barist gegn yfirvaldi en hver er skilningur anarkista og annarra andstæðinga yfirvalds á yfirvaldinu? Er munur á afli, áhrifum, sérþekkingar og yfirvaldi eða er þetta allt sami hluturinn? Um þetta mun þessi stutti fyrlestur fjalla um.

Green anarchism – Plume EN

A brief but exciting introduction to the ideology of green anarchism from a personal and practical point of view and going through it’s recent history.

Syndikalismi og vinnustaðurinn – Jón Karl

Syndikalisminn var eitt sinn ein mest ráðandi stefnan innan verkalýðshreyfingarinnar í Evrópu og Ameríku. Það urðu hinsvegar sósíal-demókratisminn og Stalínisminn sem urðu ráðandi eftir hin miklu fjöldamorð fyrri og seinni heimsstyrjaldanna. Það er hinsvegar full ástæða til að spyrja hvort tími syndikalismans sé í vændum, enda felur hann í sér þann möguleika að almenningur taki strax beina stjórn yfir eigin afkomu. Voru það kannski mistök að leggja höfuðáherslu á stjórnmálaflokka í stað þess að fylgja hugmyndinni um beinar aðgerðir almennings? Í þessu stutta erindi verður gert grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum syndikalismans og þá sérstaklega þeim þætti hans sem snýr að starfsemi og rekstri vinnustaða.

Anarkismi í Spænska borgarastríðinu – Hjalti Hrafn Hafþórsson

Í fyrirlestrinum verður farið í stuttu máli yfir Spænska borgarstríðið, og einkum einblínt á hlutverka anarkismans í stríðinu og í því samfélagi sem var til í nokkur ár handan við víglínurnar.

Tími: Laugardaginn 13. ágúst kl 15:30-17:15 & 17:30-19:15

Womens position within Islam  EN

Umsjón: Fatima Hussaini

Lýsing: Womens position within Islam has always been a matter of great debate and opinions vary on every aspect of their role wether in private or public life. The religion teaches that women, being equal to men should be able to participate in social life.

Despite this, objectification of women’s bodies is rife and often limits full participation of women in a patrichal society. Women’s rights are violated while they are forced to obey the social norms imposed on them. The concept of( عورت )which means genital is a good example to see how women’s social identity has evolved in the context of Islam. The concept of sexuality of women leads us to the issue of Hijab in Islam and how we interpret the verses of the Quran in this regard. Does Islam impose hijab on women? In other words does hijab symbolize islamic jurisprudence or is it influenced by tradition? What is the islamic jurisprudence?

Tími: Sunnudaginn 14. ágúst kl 13:00-14:45

Hugleiðingar um beinar aðgerðir á Íslandi

Umsjón: Arna Magnúsardóttir

Lýsing: Í dag þykir flestum Íslendingum sjálfsagt og óumdeilt að kalla sig náttúruverndarsinna. Meirihluti þeirra styður róttæka kröfu um að gera hálendið allt að þjóðgarði. Það eru þó ekki nema 10 ár síðan náttúruverndarsinnar voru almennt stimplaðir undarlegur jaðarhópur sem ekkert þráði heitar en að standa í vegi fyrir framförum og borða fjallagrös. Í skjóli þess og áhugaleysis almennings í garð náttúruverndar reis Kárahnjúkavirkjun. Áralöng hefðbundin barátta náttúruverndarsamtaka hafði lítið að segja. Þrátt fyrir að framkvæmdir við Kárahnjúka væru vel á veg komnar sumarið 2005 steig fram hópur anarkista sem sá fyrir sér að eina leiðin til að hægja á flugi stóriðjustefnunnar og stöðva framtíðar virkjunaráform væri að beita beinum aðgerðum. Baráttan tók á sig ýmsar myndir en snerist þó ekki síst um að berjast gegn föður allrar náttúrueyðileggingar: kapitalisma.

Fyrirlesari lítur yfir farinn veg sem þátttakandi í aðgerðunum. Boðið verður upp á umræður um ávinninginn af þeim og hvað hefði betur mátt fara.

Tími: Sunnudaginn 14. ágúst kl 15:30-17:15

The relief industry in the era of neo-colonialism: What I learnt in Gaza  EN

Umsjón: Mads Gilbert, Tromsø, Norway

Lýsing: Development aid, relief work and disaster response are all problematic forms of political responses to unmet human needs in The Global South. At worst it can marginalise local expertise, encourage corruption and free affected national governments of responsibility – and serve colonial dominance and global hegemony from The North.

Many NGOs have unrealistic development objectives, at the same time as they make exaggerated claims about what they can achieve. Little – if any – of such North-to-South emergency actions and programs are scientifically and critically studied and evaluated. Development policy is too susceptible to changing ‘fashions’ and superficial buzz-words such as ‘conflict resolution’, ‘capacity building’ and ‘gender-based’ programmes.

Earthquakes are teaching cases of the missing long term vulnerability-reduction work in quake prone areas in The South. While similar predilection earth quake zones in the global North have seen huge efforts to construct quake-safe infrastructure, early warning systems and widespread population training combined with well-prepared emergency services, The South have had no such development. The result is dramatic differences in death tolls, avoidable trauma deaths and number of severely injured. The 2010 Haiti earthquake was demonstrated such fundamental failings in the way emergency aid is delivered. Just the sheer number of uncoordinated actions and influx of Western aid agencies caused chaos. High profile aid agencies flocking to disaster areas are harmful and obstruct systematic, long term development.

The alternative is solidarity-based long-term struggle to develop resistance to colonialism and resilience to oppression. ‘Evidence based solidarity’ should critically and scientifically evaluate results of projects and support local governance and mutual respect.

Results from an alternative relief model based on (medical) solidarity is described (“The Village University”), and experiences from medical solidarity missions to occupied Palestine (Gaza) during the last 4 major Israeli attacks are described.

Tími: Sunnudaginn 14. ágúst kl 17:30-19:15

Journalism and Radicalism  EN

Umsjón: Paul Fontaine

Lýsing: Journalism and Radicalism. What radical-minded would-be reporters can learn from the rise of social media and grassroots movements; what tools are at our disposal for a new age in reporting; and what challenges radical journalists face.

Tími: Sunnudaginn 14. ágúst kl 20:00-21:45

 

 

Leave a Reply