Námsstofulýsingar

EN = Fer fram á ensku      EN-subtitles = Enskur texti

Kynferðiseinelti í íslenskri skólamenningu

Umsjón: Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir

Lýsing: Kynferðiseinelti er einelti sem beinist að kynferði þess sem fyrir því verður, undir þeim formerkjum að viðkomandi sýni ekki ásættanlegan kvenleika eða karlmennsku. Einelti af þessu tagi hefur lítið verið skoðað með fræðilegum hætti hérlendis.

Í þessari námsstofu verður gerð grein fyrir kynferðiseinelti og upplifun níu ungmenna sem hafa af því reynslu. Stuðst er við niðurstöður nýrrar rannsóknar um kynferðiseinelti en þær sýna að kynjamisrétti meðal unglinga virðist hunsað í íslenskri skólamenningu og að síður sé tekið á því einelti sem beinist að kynferði brotaþola en öðru einelti. Kynferðisleg áreitni og druslustimplun eru meðal birtingarmynda kynferðiseineltis og virðast eiga þátt í mótun kvenleikans. Niðurstöðurnar benda enn fremur til þess að nauðsynlegt sé að vinna með skólamenninguna í heild til þess að hægt sé að taka á og koma í veg fyrir kynferðiseinelti. Námsstofan er kjörið tækifæri til að dýpka skilning sinn á því hvernig kynjamisrétti og ólík valdakerfi hafa áhrif á einelti og skólamenninguna í heild.

Tími: Mánudaginn 14. ágúst kl 17:30-19:15

Antifascism in 1930s Iceland: a historical study  EN

Umsjón: Pontus Järvstad

Lýsing: The history of fascist organisations in interwar Iceland is short. Even so, the fascism and Nazism – as a transnational and national phenomenon – had notable impact on Iceland’s political landscape. Publishing journals, periodicals and pamphlets, involving themselves in student politics, marching and fighting in the streets, members of the Nazi movement were a force to be taken seriously. Furthermore, with the 1934 split in the movement, many Nazis became active members of the right-wing Independence Party, Sjálfstæðisflokkur.

Already at its establishment, the Icelandic Nazi movement was met with fierce resistance from left radicals and communists. At the forefront of the Communist party – established in 1930 – was a group of young intellectuals, many of which had studied in Berlin in the 1920s. This shaped their reaction. Entering the Icelandic political landscape during the early days of Nazi Germany’s dissolved democracy, and its violent persecution of political adversaries, the Icelandic Nazis were seen as a threat to the existence of the radical left, and to the labour movement as a whole. Communist anti-fascists – women as well as men – targeted symbols of Nazi Germany, tearing down flags and attempting blockades against German economic interests. Many instances of violent confrontations and street fighting followed, culminating on the 9th of November 1935 where young Communists and young Social Democrats joined forces in active anti-fascist resistance.

This lecture will explore how the left in Iceland articulated and practiced anti-fascism in the 1930s. On what accounts it was similar to the antagonism against fascism from liberals and conservatives, and on what accounts it was different? How did the divisions within the left influence interpretations of fascism and hinder unified anti-fascism? Was anti-fascism successful, if so what made it successful? Finally how has historians up until now viewed the Icelandic Nazis and their opponents, and how do such interpretations influence our understanding of similar events in the present? By exploring the anti-fascist discourses, practices and confrontations of 1930s Iceland, the aim of this lecture is to reconsider the way in which fascism was contested and resisted in Iceland.

Tími: Mánudaginn 14. ágúst kl 20:00-21:45

Andrými – Róttækt rými í Reykjavík  EN-subtitles

Umsjón: Elínborg Önundardóttir

Lýsing: (The seminar will be in Icelandic but María Helga Guðmundsdóttir, translator, will provide live subtitles in English for the presentation section.

Málstofan fjallar um Andrými, róttækt félagsrými í Reykjavík sem hefur verið starfandi síðan maí 2016, og möguleika samfélagslegra breytinga sem slík rými geta raungert.

Andrými er nafnið á samvinnuhóp sem heldur utan um efnislega rýmið (sem nú er staðsett á Klapparstíg 19). Andrými er ungt og vaxandi fyrirbæri, en því er ætlað að vera rými mótspyrnu, samstöðu, valdeflingar og sköpunar sem stuðlar að og býr til vettvang fyrir baráttu gegn hvers kyns kúgun í samfélaginu. Andrými er annarskonar möguleiki, pólitískur möguleiki sem hafnar kapítalisma og “top-down” miðstjórn ríkisins og vill byggja samfélag á í anda gagnkvæmrar hjálpar, gjafahagkerfi (e. gift economy) og sjálfsskipulagninu þar sem valdið er fólksins. Gildi á við umburðarlyndi, jafnrétti, náttúruvernd og virðing fyrir náttúrunni, gagnrýnin hugsun, frelsi og samfélagslegt réttlæti eru stoðgrindur Andrýmis, en grundvöllur þess er fólkið sem brúar bil sín á milli, skapar tengsl og þar með annarskonar mannskilning sem byggist ekki á $$$.

Í fyrri hluta málstofunnar verða hugmyndin, efnislega rýmið og samfélagið sem Andrými er núna kynnt og farið verður lauslega yfir það sem átt hefur sér stað síðasta árið í rýminu. Heimspeki róttækra rýma verður skoðuð og með hliðsjón af anarkískum og póst-anarkískum hugmyndum verður spurningum um samband rýmis, borgarskipulags, byltingar og einstaklinga velt upp. Í seinni hluta málstofunnar verða drög að dagskrá næsta veturs kynnt og farið yfir framtíðarmöguleika róttæks félagsrýmis í Reykjavík. Unnið verður í smærri hópum þar sem þátttakendur geta kynnst, deilt vangaveltum og hugmyndum um hvernig sé hægt að gera slíkt rými aðgengilegt, sýnilegt og lifandi. Einnig mun þá skapast tækifæri til að hlusta hvort á annað, hlæja saman og njóta samveru. Við getum líka verið reið saman, brjáluð saman, en við ætlum svo sannarlega ekki að hneykslast saman, því undrunin yfir því að eitthvað geti enn átt sér stað í dag er ekki undrun aktívistans.

María Helga Guðmundsdóttir, þýðandi, mun rita texta á ensku á meðan á fyrirlestrinum stendur. Vinnuhóparnir fara fram ýmist á ensku eða íslensku eftir því sem hentar.

The seminar focuses on Andrými, a radical social space in Reykjavik (founded in May 2016) and the possible social changes that such spaces can encourage and bring forth.

Andrými is a collective of people who maintain the physical space (which is currently located in Klapparstígur 19). It is a young and growing phenomenon intended to be a space of resistance, solidarity, empathy and creativity, meant to support and encourage struggles and confrontations of the systematic and hierarchical oppression that founds the capitalist society. So Andrými is a political alternative that rejects capitalism and the “top-down” central government of the State. It will be an autonomous zone where the people who come there can start and continue to build a community based on mutual help, gift economy and self-organising, it’s a space where power belongs to the people. Values such as tolerance, equality, conservation of and respect for nature, critical thinking, freedom and social justice are the pillars of Andrými. The people who struggle together and work towards cultivating their social relations and understand what responsibility towards the other means are the foundation of Andrými. Andrými is a seed in the struggle for a different kind of society and thus a different understanding of humanness – an understanding that is not based on economic growth.

In the first part of the seminar I will introduce the concept, the physical space and the community that constitutes Andrými, as well as giving a short overview of the last year in the space. I also want to explore some philosophies of radical spaces with regard to anarchic and post-Anarchic ideas, in the hope of raising questions about the connections between spaces, urban planning, revolutions and individuals. In the second half of the seminar a draft of next winter’s agenda will be presented and the future possibilities of a radical social space in Reykjavík discussed. We will work in smaller groups where participants can get acquainted, share speculations and ideas on how to make such space accessible, visible and alive, what they think about the contradictions inherent in such spaces (and in ourselves) and how to confront them. There will also be an opportunity to listen to each other, laugh together and enjoy this togetherness in various ways. We can also be angry together, furiously mad together, but we certainly won’t be shocked because the surprise that horrible violence still takes place in our modern society, is not the surprise of activists.

Tími: Þriðjudaginn 15. ágúst kl 17:30-19:15

The Rationing of Hope: A Conversation with Richard Seymour on the State of Leftist Politics Today  EN

Umsjón: Richard Seymor, Sólveig Anna Jónsdóttir and Viðar Þorsteinsson

Lýsing: Following the 2008 financial crisis, leftist movements in the West have seen dramatic changes of fortune. The loss of support for neoliberalism and globalisation has pushed public discourse towards the left. There is talk of a rebirth of left populism, and speaking of socialism is no longer a taboo. Parties to the left of social democrats have even enjoyed notable electoral successes, examples being Iceland’s Left-Greens in 2009, Syriza in Greece in 2014, Bernie Sanders in 2016, Jean-Luc Mélenchon in France in 2017, and most recently the British Labour Party under Jeremy Corbyn. For the first time in decades, people on the left have permitted themselves to hope. But what are the dangers of hope? The achievements and promises of the last years have most often been followed by disappointment and backlash, and it may be appropriate to ask if excessive hope has today become the left’s true problem – more so than the pessimism and hopelessness that characterised the latter half of the Cold War and the height of neoliberalism.

The prolific British writer and social commentator Richard Seymour is one of the founders of the journal Salvage, whose motto is “Hope is precious; it must be rationed.” This seminar will take the form of a conversation with Richard Seymour, lead by Sólveig Anna Jónsdóttir and Viðar Þorsteinsson, dealing with the question of Leftist hopes, with reference to political events of the last 10 years on both sides of the Atlantic. Furthermore, some focus will be given to the intersection of socialist politics with colonialism, racism, and feminism, topics which Seymour has covered in some depth in his writings. The seminar will be in English and time will provided for Q&A with the audience.

Tími: Þriðjudaginn 15. ágúst kl 20:00-21:45

Tíu dagar sem skóku heiminn. Málstofa í tilefni af því að 100 ár eru frá Októberbyltingunni

Umsjón: Þorvaldur Þorvaldsson

Lýsing: Námsstofan hefst á fyrirlestri (30-45 mín) þar sem verður fjallað stuttlega um atburði og framvindu byltingarinnar eins og þeim er lýst í bókinni Tíu dagar, sem skóku heiminn, eftir John Reed, og tæpt verður á spurningum um trúverðugleika frásagnarinnar.

Þá verður fjallað um sögulegt samhengi og mikilvægi byltingarinnar, áhrif hennar og almennar skírskotanir hennar til nútímans. Hvað er ólíkt með aðstæðum nú og þá, og hvað kann að vera líkt?

Hvaða lærdóma má draga af byltingunni, bæði jákvæða og neikvæða?

Eftir kaffihlé verða settar fram nokkrar umræðuspurningar í samráði við þátttakendur, sem skipta sér í hópa til að ræða þær.

Í lokin gera hóparnir grein fyrir umræðunum, og almennar umræður í kjölfarið eftir því sem tíminn leyfir.

Tími: Miðvikudaginn 16. ágúst kl 17:30-19:15

Rússneska byltingin hundrað ára: merking hennar og lærdómar fyrir vinstrið í dag

Umsjón: Jóhann Helgi Heiðdal

Lýsing: Í ár eru hundrað ár liðin frá rússnesku byltingunni. Í því tilefni hefur þessi einstaki og umdeildi atburður mannkynssögunnar verið þó nokkuð í umræðunni um heim allan og eiga þær umræður væntanlega eftir að aukast eftir því sem nær dregur októbermánuði. Óhætt er að segja að fáir sögulegir atburðir eru eins litaðir af pólitík og hugmyndafræði og Októberbyltingin og leiðtogi hennar Lenín. Skiptust túlkanirnar lengi vel að langmestu leyti í tvær andstæðar fylkingar: vestrænu og sóvésku. En með hruni Sóvétríkjanna varð vestræna sögutúlkunin – sem lítur á Lenín sem einræðisherra og byltinguna dæmda til að enda í hryllingi stalínismans frá byrjun– ofan á og er enn ráðandi í almennum söguskilningi vestursins.

Í málstofunni verður byltingin og þessar ólíku túlkanir á henni ræddar og reynt verður að sýna fram á að sannleikurinn er mun flóknari og liggur einhvers staðar á milli. Með útgangspunkt í nýjum bókum um byltinguna sem komu út í ár í tilefni afmælisins, t.d. Dilemmas of Lenin eftir Tariq Ali og October eftir China Mieville, verður reynt að varpa öðru ljósi á byltinguna sjálfa, leiðtoga hennar, vandamálin sem þeir stóðu frammi fyrir, stefnur, aðgerðir, taktík, o.fl. Markmið málstofunnar er tvíþætt: í fyrsta lagi að velta fyrir okkur merkingu byltingarinnar í dag og hvort tilefni sé til að vinstrið endurskoði skilning sinn á henni. Í öðru lagi að reyna að greina í sundur hvað var sögulega einstakt við byltinguna og hvað á enn við í dag? Í þeim ógöngum sem heimurinn er staddur í í dag, ættum við að draga einhvern innblástur frá byltingunni? Hvað getur vinstrið í dag lært af október 1917?

Tími: Miðvikudaginn 16. ágúst kl 20:00-21:45

Fátækt er ekki aumingjaskapur

Umsjón: Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt: Ásta Dís Guðjónsdóttir, Hildur Oddsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir

Lýsing: Fátækt er staðreynd á Íslandi og umfjöllun um hana hefur oft verið á jaðrinum í íslensku samfélagi. Þegar fátækt er rædd í fjölmiðlum er það gjarnan í æsifréttastíl sem fær mikla athygli í nokkra daga áður en umræðan fjarar út. Myndir eru birtar af röðum fólks sem sækir sér aðstoð hjá góðgerðastofnunum og er í hugum margra birtingarmynd fátæktar á Íslandi, þó svo að vandinn sé mun dýpri og birtingarmyndir fjölmargar. Fólk með reynslu af fátækt deilir hér reynslu sinni af því að berjast við kerfið og lifa af milli mánaðarmóta, þar sem hver mánuður inniheldur mun fleiri daga en fjárráð gera ráð fyrir.

Fátækt er ekki aumingjaskapur heldur afleiðing pólitískra ákvarðana. Hugmyndafræði íslenskra stjórnvalda hefur snúist um að viðhalda kapítalísku hagkerfi og hugmyndir nýfrjálshyggju í stjórnsýslunni hafa leitt til þess að þjónustustofnanir virðast frekar einbeita sér að því að vera fjárhagslega hagkvæmar en að koma til móts við þarfir notenda. Þar hafa raddir þeirra sem þurfa að reiða sig á þjónustuna oft verið sniðgengnar og sjaldan virðist tekið mið af þeim við stefnumótun. Ísland er ekki stéttlaust samfélag, en sú staðreynd virðist mun sýnilegri þeim sem verða útundan í samfélaginu en öðrum, þar sem mikil skömm fylgir því gjarnan að viðurkenna að maður sé fátækur.

Hvað er fátækt?

Hverjar eru birtingarmyndir hennar?

Hver er orðræðan í samfélaginu?

-     að fólk geti unnið sig úr fátækt,

-     það sé þeirra að laga en ekki að kerfið sé gallað

Hvernig er brugðist við umræðum um fátækt?

-     litið á sem einstaklingsbundið vandamál en ekki félagslegt og pólitískt

-     yfirborðskenndar útskýringar og úthrópanir frekar en að líta til kerfisbundinnar útilokunar hinna efnaminni

Reynslusögur

Umræður

Einnig verður farið stuttlega yfir starfsemi Peppsins og hvernig starfið snýst um valdeflingu fólks í fátækt. Pepp er íslenskun á PEP (People Experiencing Poverty), en samtökin eru grasrótarstarf EAPN (European Anti-Poverty Network) á Íslandi og er starfið mótað að fyrirmynd systursamtaka okkar í öðrum Evrópulöndum.

Tími: Fimmtudaginn 17. ágúst kl 17:30-19:15

Evrópa fólksins – umræðufundur um stofnun samtaka almennings á Íslandi gegn Evrópusambandinu og fyrir lýðræðislegri Evrópu

Umsjón: Viðar Þorsteinsson

Lýsing: Á þessum umræðufundi verður öllum áhugasömum boðið að taka þátt í stofnun samtaka gegn valdstilburðum Evrópusambandsins gagnvart almenningi í Evrópu. Grunnforsenda málstofunnar er viðurkenning á því hvernig Evrópusambandið hefur auðveldað samþjöppun valds og auðs í Evrópu og jafnframt unnið að styrkingu þeirrar ósanngjörnu forréttindastöðu sem lönd Evrópu hafa gagnvart fátækari löndum. Evrópusambandið hefur ekki boðið almenningi í Evrópu upp á annað en niðurskurð, markaðshyggju og lýðræðishalla, og það er ein helsta ástæða þess að sambandið stendur í dag á brauðfótum. Ljóst er að milliríkjasamvinna verður að snúast um almannahag, ekki eingöngu um aukið svigrúm auðmagns á kostnað frelsis og velferðar almennings.

Mikið af þeirri gagnrýni sem heyrist á Evrópusambandið á Íslandi er þröngsýn og ber keim af þjóðernishyggju. Markmið samtakanna er ekki að upphefja íslenska þjóð eða ríkisvald, heldur viljum við stuðla að upplýstri umræðu um það hvernig lýðræðislegt og frjálst milliríkjasamstarf geti sem best tryggt velferð okkar allra. Hvað getum við lært af samtökum almennings í öðrum Evrópulöndum sem hafa hafnað Evrópusambandinu á forsendum félagslegra sjónarmiða? Hvernig getum við staðið vörð um rétt almennings til lýðræðislegra áhrifa á vettvangi fullvalda ríkja án þess að falla í gryfju þjóðernishyggju og útlendingahaturs? Hvaða lærdóm getum við dregið af Brexit og grísku skuldakreppunni? Hvaða milliríkjasamstarf getur komið í stað hnignandi Evrópusambands og hvað getur íslenskur almenningur lagt þar til? Þessar og fleiri spurningar verða til umræðu.

Allt fólk sem hefur áhuga á þessum spurningum er boðið velkomið á fundinn. Sérstaklega er kallað eftir fólki sem vill starfa í samtökum sem í framhaldinu geti látið til sín taka í samfélagsumræðunni innan Íslands, Norðurlandanna og Evrópu.

Tími: Fimmtudaginn 17. ágúst kl 20:00-21:45

Stéttaskipting – stiklað á stóru

Umsjón: Guðmundur Ævar Oddsson

Lýsing: Í námsstofunni verður gerð grein fyrir stéttarhugtakinu og stéttaskiptingu út frá kenningum Karl Marx, Max Weber og Pierre Bourdieu. Einnig munum við ræða hugmyndir Íslendinga um stéttamun og eigin stéttarstöðu. Viðfangefnið er afar mikilvægt enda stéttarstaða alla jafna afdrifaríkasti áhrifavaldurinn í lífi fólks og stéttaskipting að sama skapi mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu. Enn fremur er stéttavitund frumforsenda þess að fólk átti sig á stöðu sinni í stéttskiptu þjóðfélagi og berjist fyrir bættum hag, ekki síst þeir sem bera skarðan hlut frá borði.

Tími: Föstudaginn 18. ágúst kl 17:30-19:15

Einstaklingurinn – frelsandi eða kúgandi hugmynd? – Skoðun á ferli Edward Said

Umsjón: Eva Dagbjört Óladóttir

Lýsing: Margir andspyrnuhöfundar hafa byggt hugmyndir sínar um félagslegt réttlæti á skilningi hinnar evrópsku upplýsingar á manninum sem sjálfráða einstaklingi sem tekur meðvitaðar ákvarðanir, ber ábyrgð á gerðum sínum og hefur, sökum mennsku sinnar, ákveðin grunnréttindi. Aðrir hafa bent á að þessi hugmynd sé smíðuð af þröngu samfélagi menntaðara, hvítra, gagnkynhneigðra evrópskra karla sem hafi skapa þessa grunneiningu mennskunar, einstaklinginn, algerlega í eigin mynd. Ekki aðeins sé krafan um að hinn hvíti karlmaður sé grunnviðmið innbyggð í hugmyndina um einstaklinginn heldur skapi sú hugmynd einnig siðferðislega réttlætingu fyrir yfirráðum þeirra sem best falla að þessu viðmiði. Því hefur ríkt töluverður ágreiningur um hvort arfur evrópsku upplýsingarinnar, þ.m.t. hugmyndin um hinn sjálfstæða einstakling, sé óaðskiljanlegur frá kúgun og heimsvaldahyggju eða hvort hann sé einfaldlega verkfæri sem hægt sé að nýta til að skapa frelsandi hugmyndafræði.

Einn þeirra höfunda sem hefur tekist á við þversagnirnar sem felast í því að nýta þennan arf er Edward Said. Í fyrirlestrinum verður farið yfir feril hans sem fræðimaður og aðgerðasinni sem og þær grunnhugmyndir sem hann vinnur með, þá sérstaklega með tilliti til nytsemi „einstaklingsins“ í félagslegri réttlætisbaráttu.

Tími: Föstudaginn 18. ágúst kl 20:00-21:45

Hipp-hopp feminismi, markaðsvæðing menningar og þöggun hins háværa minnihluta

Umsjón: Laufey Ólafsdóttir

Lýsing: Hipp-hopp varð til sem samfélagslegt hreyfiafl jaðarsettra ungmenna í fátækrahverfum New-York borgar og er í eðli sínu gagnrýnið rými og félagslega valdeflandi. Þótt hipp-hopp sé nú orðið að hnattrænu fyrirbæri liggja rætur þess í sögu svartra Bandaríkjamanna. Markaðssetning menningarinnar, menningarnám (e. cultural appropriation) og áhrif hvíta glápsins (e. the white gaze) hefur hinsvegar afvegaleitt upphaflegan tilgang hennar og leitt til þess að neikvæðum ímyndum um svart fólk, og sérstaklega konur, hefur verið haldið á lofti. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ímyndir svartra kvenna í gegnum hipp-hopp menningu og hvernig þessar ímyndir eiga sér rætur í sögu svartra Bandaríkjamanna og rasisma í Bandaríkjunum. Stuðst verður við þekkingarfræði svartra kvenna (e. black women’s epistemology) og hugmyndafræði hipp-hopp feminisma sem sjónarhorn umfjöllunar ásamt því að beita gagnrýnum sjónarhornum á kapítalisma og nýfrjálshyggju sem unnið hafa gegn hagsmunum svartra kvenna og fleiri jaðarsettra hópa í samfélaginu.

Fókusinn verður á markaðsvæðingu menningar og hvernig markaðskapítalisminn drepur allan sköpunarkraft með því að stýra hvað kemst í spilun og hvað ekki. Fjallað verður um hvernig þessi stýring hefur ýtt svörtum konum út á jaðar menningar sem þær tóku þátt í að skapa og hvernig hipp-hopp feminismi hefur reynt að „endurheimta tónlistina” úr klóm kapítalismans. Einnig verður farið í sögulegt ágrip um hvernig kapítalismi tók við af þrælahaldi sem kúgandi kerfi gegn svörtu fólki í Bandaríkjunum og hvernig þetta hefur endurspeglast í menningarnámi á listsköpun svartra, sem hefur orðið að markaðsvöru. Listræn tjáning hefur löngum verið pólitískur miðill hópa sem ekki hafa aðgang að hefðbundnum stofnunum valds í samfélaginu og farið verður yfir tengsl hipp-hopps við fyrri hreyfingar svartra listamanna sem hafa tjáð pólitísk málefni með list.

Tími: Laugardaginn 19. ágúst kl 13:00-14:45

Samþykki sem lifandi fyrirbæri í nánum samskiptum fólks

Umsjón: Magnús Hákonarson

Lýsing: Fyrirlesturinn byggir á reynslu BDSM samfélagsins á hugmyndum um samþykki. Það eru margir þættir í samfélaginu sem brengla samskipti og hafa áhrif á samþykki. Ekki bara á hvort samþykki sé til staðar í upphafi heldur einnig á meðan athöfnunum stendur. Það felst jafn mikið ofbeldi í því að koma í veg fyrir að fólk geti sagt stopp eins og að þvinga fram já í upphafi. Innan BDSM samfélagsins hefur gríðarlega mikil áhersla verið lögð á samþykkishugmyndir og mikil reynsla safnast í að fjalla um áhrifaþætti sem geta komið í veg fyrir að fólk segi stopp. Þar á sér stað stöðug umræða sem er nauðsynleg til þess að berjast gegn gömlum venjum og viðhalda samþykkismenningunni á því stigi sem við viljum að hún sé.

Tími: Laugardaginn 19. ágúst kl 15:30-17:15

A short history of radical midwifery  EN

Umsjón: Rebecca Ashley

Lýsing: This talk will look at some of the struggles fought, and won, by midwives and birth activists in addressing reproductive justice.

First, we will look at what a midwife is – what a midwife does, what their social role is, and a brief history of how this work has become professionalised. Next, we will talk about what is meant by the idea of radical midwifery, and its history – often seen as the opposition to an increasingly medicalised and industrialised approach to pregnancy and childbirth. Finally, we will look at some of the people and movements who have agitated for change in midwifery and childbirth.

Tími: Laugardaginn 19. ágúst kl 17:30-19:15

Ástandið og barnavernd

Umsjón: Agnes Jónasdóttir

Lýsing: Í þessari námsstofu verður fjallað um ríkisafskipti af kynverund ungra kvenna á hernámsárunum, fjallað verður um með hvaða hætti slík afskipti voru en einnig hugmyndafræðina þar á bakvið. Hernámsárin voru tími mikilla breytinga í íslensku samfélagi og hér í borginni margfaldaðist fjöldi ungra karlmanna mjög hratt. Samskipti þessara manna og ungra íslenskra kvenna olli mikilli ólgu í samskiptum Íslendinga og setuliðsmanna og siðapostular sem komu fram á sjónarsviðið lýstu áhyggjum af ástandinu í bænum. Í þessari námsstofu verður fjallað um áður lítið rannsakað sjónarhorn á þetta mál sem er samtvinnun ástandsins og barnaverndarsjónarmiða. Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og byggir á BA verkefni umsjónarmanns námsstofunnar en spurningar á ensku eru velkomnar.

Tími: Sunnudaginn 20. ágúst kl 13:00-14:45

Áskoranir og tækifæri lýðræðis á 21.öld. Hvert stefnum við?

Umsjón: Lýðræðisfélagið Alda: Björn Reynir Halldórsson

Lýsing: Á nýliðnu ári runnu þær litlu vonir sem eftir voru frá því að hafist var handa við að semja nýja stjórnarskrá, endanlega út í sandinn þegar bráðabirgðaákvæði rann út. Nýja stjórnarskráin fól í sér margar spennandi umbætur, m.a. annars tillögur um að almenningur gæti lagt inn lagafrumvörp. Hins vegar stendur stjórnkerfi íslenska lýðveldis nú óhaggað enn einu sinni og skilningur ráðamanna er sá að 32 manns ráða.

Lýðræðisfélagið Alda spyr í kjölfarið: Hvað er lýðræði? Er fámenn valdaklíka endanlega búin að klófesta hugtakið og meitla það í stein þannig að lýðræðishugkatið er orðið úrelt og staðnað? Hvernig náum við því aftur og hvernig getum við þróað lýðræði svo það haldist í hendur við okkar tíma.

Farið verður yfir þróun síðustu ára og rætt verður hvernig við munum snúa henni við.

Tími: Sunnudaginn 20. ágúst kl 15:30-17:15

Nonviolence Ain’t What It Used To Be  EN

Umsjón: Shon Meckfessel

Lýsing: US social movements face many challenges. One of their most troublesome involves the question of nonviolence. Civil disobedience and symbolic protest have characterized many struggles in the US since the Civil Rights era, but conditions have changed. Corporate media has consolidated, the police have militarized, dissent has been largely co-opted and institutionalized, but the strategic tools radicals employ haven’t necessarily kept pace. Our narratives, borrowed from movements of the past, are falling short.

Nonviolence Ain’t What It Used to Be maps emerging, more militant approaches that are developing to fill the gap, from Occupy to Black Lives Matter. It offers new angles on a seemingly intractable debate, introducing ideas that carve out a larger middle-ground between camps in order to chart an effective path forward.

Tími: Sunnudaginn 20. ágúst kl 17:30-19:15

Sustaining Resistance – Self-help for activists  EN

Umsjón: Jamie

Lýsing: Capitalism endlessly creates new distractions and opiates to tempt those fighting against it. The scale of the fight leads to apathy, alienation, conformity and burn-out.

In this workshop, we will form a group that aims to support each other in political action, with the aim to regularly meet.

In this group, we can set goals and find support, both in overcoming the challenges we face and preventing apathy, distraction and burn-out. There are many different strategies and aims for being politically active – this group will be intersectional.

To begin, there will be a short introduction to the history and points of interest different self-organised self-help groups, and then we will discuss their strengths and weaknesses and how they relate to radical politics. We will then work together to make a template for our future group.

All welcome, particularly those with experience of 12-step groups or other self-organised self-help groups. Participants are encouraged to read about such groups prior to the workshop, bring ideas to the table and bring a personal aim to focus on, such as organising with a particular group, or doing a particular political action.

Tími: Sunnudaginn 20. ágúst kl 20:00-21:45

Leave a Reply