Um umsjónarfólk námsstofa

Agnes Jónasdóttir er fædd árið 1992, hún lauk BA gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands í febrúar 2017 og leggur nú stund á MA nám í sagnfræði við sama skóla. Ásamt sagnfræðinni tók hún kynjafræði sem aukafag. Hún hefur lagt mesta áherslu á ástandið (það er samskipti kvenna og hermanna á stríðsárunum á Íslandi) í ransóknum sínum hingað til en hefur áhuga á hvers kyns kvenna- og kynjasögu ásamt notkunar samtvinnunar sem greiningatækis í sagnfræði. Utan sagnfræðinnar starfar Agnes með Samtökunum ’78 sem jafningjafræðari og æfir leiklist.

Ásta Dís Guðjónsdóttir er formaður Sjálfbjargar á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúi þess félags í stjórn EAPN á Íslandi. Ásta er hinn samhæfingarstjóri Peppsins og virkur talsmaður öryrkja og annarra sem búa við fátækt.

Björn Reynir Halldórsson hefur setið í stjórn Öldu, félags um sjálfbærni og lýðræði síðan um áramótin. Hann stundar doktorsnám í sagnfræði við HÍ en viðfangsefni doktorsritgerðarinnar er stjórnmálahugmyndir og stefnumál Kvennalistans hins síðari.

Elínborg Harpa Önundardóttir, BA í heimspeki, hluti af Andrými

Eva Dagbjört Óladóttir er þýðandi og bókmenntafræðingur sem býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur lokið MA námi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands og BA námi í ensku og þýðingafræði við Háskóla Íslands og í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún leggur áherslu á rannsóknir á sambandi menningarframleiðslu, valds og félagsleglegra kerfa.

Guðmundur Ævar Oddsson er lektor í félagsfræði við Norður-Michigan háskóla. Hann rannsakar frávikahegðun, félagslegt taumhald og stéttaskiptingu, einkum hugmyndir fólks um eigin stéttastöðu og stéttamun. Hann hefur kennt áfanga á háskólastigi um stéttaskiptingu, félagslegan ójöfnuð, frávikahegðun og afbrotafræði, svo eitthvað sé nefnt. Guðmundur hefur störf við Háskólann á Akureyri í haust

 Hildur Oddsdóttir hefur starfað með Peppinu síðan 2015 og talað um reynslu sína sem einstæð móðir og öryrki fyrir hönd Peppsins bæði á opinberum vettvangi og annars staðar. Hildur er jafnframt varafulltrúi Peppsins í Velferðarvaktinni.

 Jamie is an immigrant working paid and unpaid on various social and environmental projects in Reykjavík. He has experience of facilitating workshops for activists and charity workers.

 Jóhann Helgi Heiðdal er með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, mastersgráðu frá Kaupmannahafnarháskóla og býr núna í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengist þó nokkuð við skriftir og þýðingar, og vann meðal annars við kennslu við Østerbro International School í Danmörku. Jóhann hefur mikinn áhuga á pólitík (sérstaklega marxisma) sem hann er virkur í hérna úti, ásamt því að vera meðlimur í Sósíalistaflokki Íslands.

Laufey Ólafsdóttir er BA nemi í stjórnmálafræði og annar af tveimur samhæfingarstórum Peppsins. Hún situr jafnframt í stjórn EAPN á Íslandi fyrir hönd Félags einstæðra foreldra.

Magnús Hákonarson er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og er einn af stofnendum BDSM á Íslandi sem stofnað var í janúar 1998.

Pontus Järvstad recently finished a Master in history on the topic of continuities of colonialism in fascist ideology and practices. Otherwise he is an organizer in IWW Iceland and also active in organizing Róttæki Sumarháskólinn.

Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir lauk BA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með kynjafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands í júní 2014 og MA-prófi í kynjafræði frá sama háskóla í júní 2016 en tók einnig skiptinámsár í Stokkhólms Háskóla. Rannveig er enn búsett í Stokkhólmi og starfar sem sjálfstætt starfandi rannsakandi. Rannsóknir hennar hafa snúið að femínískum grasrótarhópum og skorti á kynfræðslu, kynferðisofbeldi í nánum samböndum unglinga, kynferðiseinelti og vinnumenningu í lögreglunni.

Rebecca Ashley is a midwife from the UK, and an anthropology PhD student from the University of Sussex.

Richard Seymour is the author of six books on political affairs, including The Liberal Defence of Murder (2008), The Meaning of David Cameron (2010) and Against Austerity (2014). He has maintained the popular blog Lenin’s Tomb (leninology.co.uk) continuously since 2003, and his essays have appeared in The Guardian, London Review of Books, and Al-Jazeera. His latest book, Corbyn: The Strange Rebirth of Radical Politics, was published in 2016 and will appear in an updated edition later this year.

Sanna Magdalena Mörtudóttir er meistaranemi í mannfræði og hefur talað víða á opinberum vettvangi um reynslu sína af að alast upp við fátækt.

Shon Meckfessel has been active in disruptive social movements for nearly twenty-five years, beginning in his native Sacramento, CA. After blocking highways to stop the first Persian Gulf War, he was never again inclined to petitionary protest. He has since researched and participated in social movements across the US, Western and Eastern Europe, the Middle East, and Latin America. Shon is the author of Suffled How It Gush: A North American Anarchist in the Balkans as well as numerous essays and articles. He has appeared as a social movement scholar and advocate in the New York Times and on Democracy Now, Al Jazeera, CNN, NPR, BBC, Radio, and Fox News. Shon is a member of the English Faculty at Highline College.

Sólveig Anna Jónsdóttir starfar á leikskóla og er ein af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans.

Viðar Þorsteinsson hefur verið virkur í margs konar félagsstarfi og starfað sem kennari.

Þorvaldur Þorvaldsson er 59 ára trésmiður, búsettur í Reykjavík, fráskilinn og á 3 uppkomnar dætur og 2 barnabörn. Hann hefur tekið þátt í pólitískri baráttu á vinstri vængnum í rúma fjóra áratugi, skrifað nokkuð af greinum og starfað í ýmsum fjöldasamtökum, þ.á.m. verkalýðshreyfingunni, friðarhreyfingunni og víðar. Hann var stofnfélagi í VG, en yfirgaf þann flokk í ágúst 2012, og tók frumkvæði að stofnun Alþýðufylkingarinnar snemma árs 2013. Hann hefur verið formaður Alþýðufylkingarinnar frá upphafi.

Leave a Reply