Námsstofulýsingar

EN = Fer fram á ensku     EN & IS = Fer fram á ensku og íslensku

Frá Seattle til Sanders: Lexíur fyrsta áratugarins fyrir stjórnmálastarf innan stofnana og utan

Umsjón: Viðar Þorsteinsson

Lýsing: Saga róttækra vinstristjórnmála á Íslandi síðan um árið 2000 hefur verið viðburðarík. Má þar nefna mótmælin gegn Íraksstríðinu, deilurnar um Kárahnjúkavirkjun, Hrunið, Búsáhaldabyltinguna, fyrstu „hreinu vinstristjórnina“ og stórbyltingar í kvenréttindabaráttu. Róttæki sumarháskólinn og Andrými hafa laðað að sér fjölda fólks og nýjar stjórnmálahreyfingar s.s. Borgarahreyfinguna, Dögun og Pírata sem hafa náð áhrifum til skemmri eða lengri tíma. Á síðustu misserum hafa svo öfl til vinstri við hefðbundnu stjórnmálaflokkana náð sigrum í borgarmálum og verkalýðshreyfingunni.

Er hægt að greina eitthvert samhengi eða þróun milli þessara atburða og draga af þeim lærdóm? Í þessari námsstofu verður reynt að svara þeirri spurningu með hliðsjón af alþjóðlegri þróun, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með mótmælunum í Seattle árið 1999 og „global justice“ hreyfingunni óx kynslóð aktívista úr grasi beggja vegna Atlantshafs sem var afar tortryggin í garð stofnana. Þessi kynslóð stundaði aðgerðir innan lausbundinna hópa án leiðtoga eða stigveldis. Þessar hreyfingar náðu oft talsverðum árangri og tókst að setja ný mál á dagskrá þjóðmálaumræðunnar, en lentu á sama tíma oft í hörðum og afar þungbærum átökum við lögreglu og áttu á brattann að sækja gagnvart almenningsáliti. Segja má að á alþjóðasviðinu hafi hin merku Occupy mótmæli markað endalok þessarar hreyfingar.

En um það leyti sem Occupy hreyfingin fjaraði út stigu áður óþekkt öfl fram á sjónarsviðið: stuðningsbylgjurnar á Bretlandi við Jeremy Corbyn og við Bernie Sanders í Bandaríkjunum. Fremur en að setja krafta sína í áhættusamar mótmælaaðgerðir horfa margir ungir róttæklingar í dag til slíkra hreyfinga sem sækjast eftir áhrifum í gegnum kosningar og formlegar stofnanir. Hreyfingar á borð við Momentum á Bretlandi og DSA í Bandaríkjunum hafa náð athygli með leiðtogum á borð við Alexandriu Ocasio-Cortez og hugmyndalegum suðupotti sem til dæmis má sjá á síðum bandaríska tímaritsins Jacobin.

Er að einhverju leyti hægt að skoða aukið þol ungra róttæklinga í dag fyrir stofnunum sem rökrétt framhald af þeirri frjóu en um margt losaralegu tilraunamennsku sem einkenndi fyrsta áratug 21. aldarinnar? Er tími kominn til að taka upp formlegra skipulag, viðurkenna leiðtoga og vinna innan stofnana á borð við þing, sveitarstjórnir og verkalýðsfélög? Hvaða áhættur og möguleikar felast í slíkri þróun? Er hægt að viðhalda róttækri afstöðu gegn kapítalisma og ríkisvaldi þrátt fyrir að unnið sé á vettvangi stofnana sem þessir óvinir hafa mótað að miklu leyti? Getur stjórnmálastarf innan og utan stofnana styrkt hvort annað? Öll sem hafa áhuga þessum spurningum eru velkomin og verður gefinn góður tími fyrir umræður.

Tími: Mánudaginn 20. ágúst kl 17:30-19:15

The real revolution in Ukraine. Nestor Makhno’s struggle for free communism  EN

Umsjón: Ole Sandberg

Lýsing: In commemoration of the 100 year anniversary of the anarchist revolution in Ukraine which has been mostly forgotten but played a crucial role in the development of socialism. The talk will be a broad overview of the historical events: the uprising against the landowning class, how the free peasant army led by Nestor Makhno successfully held off the reactionary “White Army” only to finally be betrayed and crushed by the so-called “Red Army” of the new Soviet Union, and the ideological and strategic lessons the exiled Ukrainian anarchists thought we all need to learn from their experiences.

Tími: Mánudaginn 20. ágúst kl 20:00-21:45

Legal frameworks of sex work 101  EN

Umsjón: Logn Þorgerðard.

Lýsing: An activist and Gender Studies student gives us a run down of the legal models involved in sex work (Swedish model, decriminalisation and more) and discusses what they mean in an accessible way. This will be a 101 educational talk and while there will be time for questions at the end it will not be a space to debate opinions on sex work.

Aktívisti og nemi í Kynjafræði fræðir okkur á aðgengilegan hátt um lagaleg módel sem varða kynlífsvinnu (Sænska leiðin, Afglæpavæðing og fleira). Þetta verður einskonar 101 fræðslustund og verður tími fyrir spurningar en þetta verður ekki staður fyrir umræður um skoðanir fólks á kynlífsvinnu.

Tími: Þriðjudaginn 21. ágúst kl 17:30-19:15

Hnattvæddur listheimur: orsakir, afleiðingar og áskoranir

Umsjón: Inga Björk Bjarnadóttir

Lýsing: Í erindinu verður skoðað hvernig jarðarsetning birtist í listheimi samtímans og hvernig jaðarsettir listamenn eru „aðraðir“ (e. othering) út frá stöðluðum hugmyndum um listamanninn. Rýnt verður í alþjóðlegar listhátíðir með hnattvæðingu, síðnýlendustefnu, fjölmenningu og listamenn sem falla utan kassans í huga og þær lausnir skoðaðar sem listheimurinn teflir fram til að auka menningarlega fjölbreytni. Meðal þeirra spurninga sem velt verður upp er hvernig list sem sköpuð er af listamönnum utan Evrópu er stimpluð sem framandi en að sama skapi dæmd á fagurfræðilegum forsendum „vestursins“, hvernig og hvort list jaðarsettra listamanna verði sjálfkrafa pólitísk í eðli sínu og hvernig jaðarsetning litar gildismat á verkum og listamönnunum sem skapa þau.

Tími: Miðvikudaginn 22. ágúst kl 17:30-19:15

Ofbeldishringurinn, birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og skrímslavæðingin

Umsjón: Ingibjörg Ruth Gulin

Lýsing: Umræðan um ofbeldi í nánum samböndum gegn konum hefur verið til staðar á Íslandi allt frá áttunda áratugnum. Fyrsta rannsóknin um ofbeldi gegn konum var gerð á Íslandi árið 1979. Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem birtar voru á stofnfundi Kvennaathvarfsins 2. júní 1982, kom fram að í 93% tilvika þegar konur leituðu á slysavarðstofuna hafi verið um að ræða áverka sem karl veitti kvenkyns maka sínum. Það staðfesti að ofbeldi gagnvart konum innan veggja heimilisins væri til staðar á Íslandi og ekki væri hægt að draga það í efa lengur. Þá hafa nýlegri rannsóknir leitt í ljós áframhaldandi ofbeldi gegn konum í nánum samböndum á Íslandi. Sem dæmi má nefna rannsókn um reynslu kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi frá árinu 2010. Rannsóknin leiddi í ljós að um 23-27 þúsund kvenna á Íslandi hafi verið beittar ofbeldi í nánu sambandi einhvern tíma á ævinni, þar af höfðu um 1200 til 2300 konur verið beittar ofbeldi af hálfu maka undangengna 12 mánuði fyrir gerð rannsóknarinnar.

Á undanförnum árum hefur umræðan á Íslandi að einhverju leyti verið um kynbundið ofbeldi í nánum samböndum. Umræðan hefur að mörgu leyti haldist í hendur við aðgerðir til að stemma stigu við og varna ofbeldi. Má þar helst nefna tilraunaverkefni embætti lögreglu á Suðurnesjum að halda glugganum opnum, í kjölfar verkefnisins gaf ríkislögreglustjóri út verklagsreglur 2. desember 2014 um meðferð og skráningu mála um ofbeldi í nánum samböndum. Einnig þegar lögfest var sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum í 218. gr. b. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Lögfesting ákvæðisins var liður í að fullgilda Istanbúlsamninginn, sem er samningur Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og ofbeldi í nánum samböndum. Sögur kvenna undir myllumerkinu #metoo varð einnig til að auka umræðuna um kynbundið ofbeldi og áreitni gagnvart konum. Í samræmi við markmið Istanbúlsamningsins, að vernda konur gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis sem og að uppræta ofbeldi gegn konum t.d. í nánum samböndum, mun höfundur gera grein fyrir kenningunni um ofbeldishringinn, birtingarmyndum ofbeldis í nánum samböndum og tvenns konar mýtum, annars vegar skrímslavæðingunni og hins vegar tvenns konar ástæðum þess af hverju erfitt getur reynst að fara úr ofbeldissambandi. Samkvæmt kenningu Walker um ofbeldishringinn eru þrjú mismunandi ferli í ofbeldi í nánum samböndum sem mynda svokallaðan ofbeldishring. Með því að greina frá ofbeldishringnum er leitast við að aðilar fái betri sýn á umfang og eðli ofbeldis í nánum samböndum, auk þess varpar ofbeldishringurinn ljósi á heildarmyndina og hegðun geranda í slíku sambandi. Höfundi þykir ástæða til þess að varpa ljósi á birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum, en í því skyni að uppræta ofbeldi í nánum samböndum þarf fyrst og fremst að átta sig á hvers konar ofbeldi er um að ræða. Því mun höfundur gera grein fyrir kynferðisofbeldi, andlegu ofbeldi og stafrænu ofbeldi sem getur átt sér stað í nánum samböndum. Ef tími gefst til mun höfundur skoða fleiri birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum.

Tími: Miðvikudaginn 22. ágúst kl 20:00-21:45

Endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar // The Renewed Union Movement   EN

Umsjón: Jamie McQuilkin and Anna Marjankowska

Lýsing: In the autumn of 2018, the collective agreements for the majority of Iceland’s working class will be negotiated. The unions have a new generation of radical leadership, and the stage is set for historic changes to Icelandic society. The new agreement will address housing, inequality, and other issues, not only the minimum wage. Efling is the union organising workers of the basic jobs – basic for the economy to function but also most underpaid – newcomers and young people on the job market. Representatives from the new board of Efling will give a short account of the current situation with respect to workers’ rights and collective agreements, the most recent activities of the newly elected union board, the main areas that they are focusing on, the process of involving members in the activities of the union by strengthening the role of union representatives in companies (trúnaðarmenn). After the introduction, we would like to invite everyone interested to discuss what they would like to see in the coming negotiations, and how we can demand it within and alongside the union movement. Anyone who is interested in labour issues, workers’ rights in Iceland, and self-organising and strengthening solidarity among workers is welcome to join in this discussion.

Tími: Fimmtudaginn 23. ágúst kl 17:30-19:15

Alternative and Grassroots Labour Organising in Latin America   EN

Umsjón: Adam Fishwick

Lýsing: Latin America has been a site of experimentation – as a laboratory for neoliberalism in the 1980s and 1990s and as a site for some of the most hopeful anti-neoliberal (and occasionally anti-capitalist) political movements of the last two decades. This talk focuses on the latter, drawing on historical and contemporary cases of radical, alternative grassroots labour organisation and mobilisation and asking us to consider what we can perhaps learn from these struggles. From self-organised factories and land seizures in 1970s Chile to workplace recovery and self-management in Argentina today, Adam will discuss the distinctive pathways that led to the emergence of these novel experiments and the innovative social practices that emerged in and around these sites.

Tími: Fimmtudaginn 23. ágúst kl 20:00-21:45

Pay It No Mind – The Life and Times of Marsha P. Johnson (2012)   EN

Umsjón: Sæborg Ninja

Lýsing: Sýnd verður heimildarmynd sem fjallar um líf hinnar kröftugu baráttumanneskju Marsha P. Johnson. Hán var trans aktívisti, dragdrottning, kynlífsvinnandi og upphafsmanneskja Stonewall uppþotanna árið 1969. Í gegnum gömul viðtöl við Marsha og ný viðtöl við vini hánar kynnumst við þessari einstöku og djörfu manneskju á glænýjan hátt.

Tími: Föstudaginn 24. ágúst kl 17:30-19:15

Sögur úr No Borders – Reynslusögur og samræða um hælisleitendaaktívisma

Umsjón: Hjalti Hrafn Hafþórsson

Lýsing: Samtökin No Borders Iceland hafa verið áberandi undanfarin ár í baráttu fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna. Í námsstofunni verður farið yfir nokkrar reynslusögur úr hælisleitendaaktívisma og reynt að draga af þeim nokkrar ályktanir og leitast við að svara spurningum á borð við: Hvers eðlis er baráttan fyrir réttindum hælisleitenda og flóttamanna? Hvert er endanlega markmiðið með slíkri baráttu? Hvað eru landamæri og hvað er þjóð? Hver er undirliggjandi rót flóttamannavandans og hvernig verður tekið á henni? Hvernig mun íslenskt samfélag og heimurinn þróast og hvað hefur viðhorf okkar gagnvart flóttamönnum um það að segja? Námsstofan verður í lauslegu fyrirlestrar og samræðu formi.

Tími: Laugardaginn 25. ágúst kl 13:00-14:45

Hvernig við upprætum fasismann fyrir fullt og allt. Uppreisn gegn sjálfinu, kleyfgreining, hugleiðsla og óvirk-aðgerðarstefna

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson

Lýsing: Rétt eins og Freud notaði greiningu sína á sálarlífinu til að rannsaka hegðun hópa í samfélaginu nota Deleuze og Guattari greiningu sína á samfélaginu m.a. til að skoða innri ferla mannlífsins. Í ritum sínum Kapítalismi og Skitsófrenía, sem Foucault kallaði „inngang að hinu and-fasíska lífi“, setja þeir fram skilgreiningu á míkrófasisma.Þessi tegund fasisma er ekki þessi dæmigerða stjórnarfarslega útgáfa heldur sú sem býr hið innra og sýnir sig í hversdagsathöfnum okkar. Míkrófasismi kristallast í löngunum okkar til valds og draumum um að verða sjálfstæður og frjáls einstaklingur. Sjálfstæðið og einkaeignin sem því fylgir einangrar og tvístrar okkur í sundur. Úr verður þvingandi táknheimur sjálfsins sem gegnsýrir skilning okkar á heiminum. Í kringum einstaklinginn er fínofin vefur skulda, siðferðis, öðrunar og firringar. Erfitt er að komast út fyrir tilvísananet hugmyndaheims okkar en á 7. áratug 20. aldar fór af stað aðgerðarstefna sem leitast við að brjótast út úr einangruninni og firringunni. Thich Nhat Hanh flóttamaður frá Víetnam setti á stofn mótmælaaðgerðir í formi hugleiðslu sem gengu út á aðgerðarleysi og kærleik gagnvart náunganum. Eitt af megináherslum aðgerðanna var hugmynd búddismans um ekki-sjálfið. Ástundun hugleiðslunar miðaði því að miklu leyti að brjóta niður landamæri 20. aldar sjálfsins og brúa bilið á milli manneskja; að hlúa að samverunni okkar á milli. Erindið setur fram hugmyndina um 20. aldar sjálfið og hvernig það tengist míkrófasisma. Síðan er farið yfir hugmyndir Deleuze og Guattari um kleyfgreiningu sem aðferð til að brjóta upp þessa fasísku vá. Þar á eftir verður vikið að aðferðum búddismans og afgerðarstefnu Thich Nhat Hanh. Markmiðið er að komast að einhvers konar aðferð eða iðkunarleið til að brjóta niður míkrófasismann sem býr innra með hverju síðkapítalísku sjálfi.

Tími: Laugardaginn 25. ágúst kl 15:30-17:15

Know your fascists, how to resist fascism in Iceland  EN

Umsjón: Pontus Järvstad

Lýsing: Fascist movements are gaining ground again in Europe. At the same time right-wing nationalistic parties are present in most of the parliaments in Europe and many governments. The new fascist movements grow with the success of these parties, they share a political message of xenophobia and hatred towards multiculturalism, feminism, the LGBTQIA community and socialism. However there are also differences between fascism and right-wing nationalism. Differences that are important to be aware of to be able to tackle and resist fascism. This lecture will identify the main fascist movements in the Nordic countries today and how they have been, and can be resisted. We will also watch parts of a documentary from 2017 about Swedish anti-fascists (The Antifascists) and talk about the danger of not taking the fascist threat seriously.

Tími: Laugardaginn 25. ágúst kl 17:30-19:15

Marxísk-femínískur leshringur: The Power of Women and the Subversion of Community, Mariosa Dalla Costa og Selma James  EN & IS

Umsjón: Nanna Hlín Halldórsdóttir

Lýsing: Síðustu ár hefur áhugi á samspili femínisma og sósíalisma snaraukist. Þótt rekja megi stormasamt samband þessara stefna allt aftur til nítjándu aldar hugmynda þá kemur marxískur femínismi ekki fram á meðvitaðan hátt fyrr en með ritinu sem þessi leshringur tekur til umfjöllunar. Ritið, sem upprunalega var dreift út sem bæklingur árið 1972, er gagnrýnið á hefðbundinn, karllægan marxisma og átti þátt í að umbylta marxískum hugmyndum um vinnu, vinnuafl, framleiðslu og endurframleiðslu. Selma Jones og Mariosa Dalla Costa voru virkir þátttakendur í alþjóðlegu baráttuhreyfingunni Laun fyrir heimilisstörf (Wages for housework) sem hafði áhrif í heimalöndum þeirra Bandaríkjunum og Ítalíu. Sú hreyfing sem og textinn sem hér er til umfjöllunar varpar ljósi á hvernig hefðbundin kvenna-vinna hefur verið náttúrugerð og er þar að leiðandi ekki séð sem vinna sem borga þurfi laun fyrir. Þess vegna hvílir kapítalísk framleiðsla á endurframleiðslu (reproduction) vinnuafls án þess að gangast við því; þeirri staðreynd að börn þurfa að koma í heiminn og vera alin upp til þess að ætíð sé nægur vinnukraftur fyrir hendi.

Í þessum leshring verður „The Power of Women and the Subversion of Community“ rædd. Leshringurinn verður á ensku og íslensku eftir þörfum þátttakenda. Textinn er á ensku en Nanna Hlín getur einnið leiðbeint með orðaforða á íslensku. Röksemdafærslur textans verða skoðaðar með vísun í sögu, samtíð og möguleika framtíðar. Mælst er til þess að textinn allur eða að hluta sé lesinn en öll eru velkomin að taka þátt.

Hlekkur á textann: https://libcom.org/files/Dalla%20Costa%20and%20James%20-%20Women%20and%20the%20Subversion%20of%20the%20Community.pdf

In recent years an interest in the intersections of feminism and socialism has greatly increased. Although the intensive relationship between socialism and feminism can be traced back to the 19th century, Marxist feminism was not self-consciously coined before this text was published in 1972. Originally distributed as a pamphlet, this text criticises orthodox, masculinist Marxism and greatly influenced the reevaluation of traditional marxist concepts such as work, labour power, production and reproduction taken place for the last decades. Selma Jones and Mariosa Dalla Costa were active participants in the international movement Wages for Housework that in particular influences their country of birth, the United States and Italy. Both the movement as well as the text under discussion in this reading group shed light on how traditional female work has been naturalised and thus not seen as work that ought to be paid for. Therefore capitalist production relies on social reproduction of labour power without acknowledging it; the fact that children need to be born into this world and raised up so there will always be enough workforce.

„The Power of Women and the Subversion of Community“ will be discussed in this reading-group, which will both be in English and Icelandic depending on the needs and demands of the participants. Nanna Hlín will lead the reading group and explain the concepts and provide Icelandic translations if needed. The arguments of the text will be discussed in relation to history, the present as well as the possibilities of the future. It is best if the participants have read the whole text or part of it but everyone is welcomed.

A link to the text: https://libcom.org/files/Dalla%20Costa%20and%20James%20-%20Women%20and%20the%20Subversion%20of%20the%20Community.pdf

Tími: Sunnudaginn 26. ágúst kl 13:00-14:45

„Konur skulda okkur kynlíf“ – Kvenhatur Incels hópsins á netinu

Umsjón: Arnór Steinn Ívarsson

Lýsing: Hópur karlmanna sem kallar sig „incels” hafa í gegnum árin verið hljóðlátir og utan kastljóssins. Það kemur ekki mikið á óvart þar sem lauslega samansett hugmyndafræði hópsins er mjög torskiljanleg og meðlimir hópsins mjög utangarðs. „Incels“ er stytting á hugtakinu „involuntary celibate“ eða „skírlífir gegn eigin vilja“. Ofbeldisfull verk þriggja meðlima síðustu fjögur ár hafa dregið þá fram úr myrkrinu, þá sérstaklega árás Alex Minassian vorið 2018 sem vakti mikinn óhug meðal fólks.

Hópurinn er samansettur af karlmönnum á öllum aldri, en venjulega er miðað við átján ára og eldri, en yngri einstaklingar kunna að kalla sig incels. Hugmyndafræði þeirra lýsir þeim sem fórnarkostnaði stefnumótamenningar nútímans, þ.e. „fallega fólkið“ hittir hvort annað og stundar kynlíf, á meðan þeir sem eru annaðhvort ekki nógu aðlaðandi líkamlega og/eða andlega eru hlunnfarnir og afneitað kynlífi sem þeir telja mannréttindi.

Hvaðan koma incels og hvernig má vera að svona hópur hafi stækkað eins og raun ber vitni? Hver er hugmyndafræði þeirra og hvaðan kemur hún? Hvað einkennir samtöl á milli incels á spjallsvæðum þeirra? Er eitthvað annað en bara kvenhatur sem bindur þá saman?

Þessum spurningum mun Arnór svara með hjálp orðræðugreiningar sem hann framkvæmdi í vor.

Tími: Sunnudaginn 26. ágúst kl 15:30-17:15

Hvar er Haukur? Baráttan um sannleikann í máli Hauks Hilmarssonar

Umsjón: Snorri Páll

Lýsing: Þann 6. mars sl. bárust þær fréttir að Haukur Hilmarsson hafi, tæpum tveimur vikum áður, fallið í árás Tyrklandshers á Afrin-hérað — hluta af sjálfstjórnarsvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi. Sumarið 2017 gekk Haukur til liðs við International Freedom Battalion, eina af alþjóðaherdeildum varnar- og byltingarsveita Kúrda, sem hann barðist með í lokaorrustunni við Íslamska ríkið um borgina Raqqa. Þegar Tyrklandsher hóf innrás í Afrin í upphafi þessa árs hélt Haukur þangað og gekk til liðs við herdeild tyrkneska kommúnistaflokksins MLKP sem barist hefur við hlið kúrdísku sveitanna undanfarinn hálfan áratug.

Í kjölfar fréttanna af falli Hauks minntust hans undireins margir í fjölmiðlum og á samfélagsmiðum. Fjall pólitískra minningargreina hlóðst upp þar sem honum, baráttumálum hans og andófsþreki, var réttilega gert hátt undir höfði. Sönn hetja er fallin, voru skilaboðin — minningin lengi lifi!

En eftir stóð fjölskylda Hauks, unnusta hans og vinir, sem engar staðfestingar gátu fengið á því hvort hann hafi í raun og veru fallið, hvað þá heldur óyggjandi upplýsingar um síðasta bardaga hans, tíma- og staðsetningar, hvaða einstaklingar aðrir voru þar og afdrif þeirra.

Og nú — tæpu hálfu ári síðar — er staðan svo gott sem óbreytt. Íslenskir ráðamenn, sem alla ábyrgð bera á samskiptum við tyrkneska kollega sína, hafa reynst óviljugir til að sinna málinu af fullri alvöru, forðast að krefjast sjálfsagðra svara og ýmist sýnt af sér algjört pólitískt hryggleysi eða hreinræktaðan undirlægjuhátt við tyrknesk stjórnvöld — hin sömu og grobba sig af því í þarlendum fjölmiðlum að hafa myrt Hauk. Á hinn bóginn hafa sveitirnar sem Haukur barðist með reynst vægast sagt tregar til að liðsinna aðstandendum hans og þess í stað heimtað að þeir leggi einfaldlega blessun sína yfir notkun þeirra á honum sem einbert fóður í pólitískan áróður.

Í erindinu verður þessi saga rakin — saga baráttunnar um sannleikann í máli Hauks, sem hvergi nærri er lokið.

Tími: Sunnudaginn 26. ágúst kl 17:30-19:15

Leave a Reply