Aðstandendur

Skipulagningu Róttæka sumarháskólans sumarið 2011 annast Viðar Þorsteinsson.

Um umsjónarmenn námsstofa:

Anna Þórsdóttir stundar meistaranám í þjóðfræði við HÍ og vinnur að heimildarmynd um andóf á Íslandi. Anna er ein aðstandanda Rósta.

Arnþrúður (Adda) Ingólfsdóttir hefur lokið MA-prófi í kynjafræði með áherslu á kyn, þunglyndi og geðlæknisfræði. Hún stundar róttæka hinsegin menningarstarfsemi í frístundum.

Áslaug Einarsdóttir stundar MA nám í mannfræði. Hún hefur stundað heimildamyndagerð og liggja eftir hana myndirnar Sófakynslóðin og Uppistandsstelpur.

Ásmundur Ásmundsson er myndlistarmaður. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga, gefið út verk sín á prenti og haldið fyrirlestra við lista- og menningarstofnanir innan lands og utan. Hann hefur kennt við Listaháskóla Íslands og víðar.

Björn Þorsteinsson hefur kennt á háskólastigi og sinnir nú rannsóknum við Heimspekistofnun Háskóla Íslands. Hann er stjórnarmaður í Lýðræðisfélaginu Öldu.

Davíð Kristinsson hefur kennt við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Hann leggur nú lokahönd á doktorsritgerð í heimspeki við Frjálsa háskólann í Berlín.

Ingólfur Gíslason hefur kennt stærðfræði á menntaskóla- og háskólastigi og stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað um samfélags- og menningarmál í ýmsa miðla og gefið út þrjár ljóðabækur.

Haukur Hilmarsson hefur starfað með róttæku stúdentahreyfingunni Öskru, No Borders og Saving Iceland.

Helga Katrín Tryggvadóttir lauk nýlega MA-námi í þróunarfræðum þar sem umfjöllunarefnið var orðræða þróunar og andóf gegn henni. Helga er ein af aðstandendum Rósta.

Sigurður Harðarson (Siggi pönk) er hjúkrunarfæðingur á Slysa- og bráðamóttöku. Hann hefur reglulega farið með fyrirlestra um anarkisma í framhaldsskóla á síðustu árum.

Sólveig Anna Jónsdóttir er sjálfmenntaður róttækur sósíalisti. Hún er formaður Íslandsdeildar Attac samtakanna og ein af stofnfélögunum. Hún er jafnframt meðlimur í No Borders Reykjavík.

Valdís Björt Guðmundsdóttir vinnur að MA-ritgerð um trúarlega sjálfsmynd og trúariðkun múslimakvenna á Íslandi. Valdís hefur rannsakað íslamskan femínisma í Íran og ferðast allvíða í Mið-Austurlöndum.

Viðar Þorsteinsson hefur kennt við Listaháskóla Íslands og Háskólann á Bifröst og stundar nú doktorsnám. Hann hefur starfað með Félaginu Ísland-Palestína og rithöfundaforlaginu Nýhil.

Leave a Reply