Allar góðar sögur fjalla um bömmer þess að vera manneskja: Málstofa um skapandi og fræðilega textagerð

Umsjón: Bryndís Björgvinsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir og Hildur Knútsdóttir

Lýsing: Í málstofunni verður rætt um skapandi og fræðileg textaskrif út frá ólíkum sjónarhornum með því markmiði að varpa ljósi á samfélagslegan umbreytingarkraft texta og skáldskaps. Rýnt verður í margvíslegar sagnagerðir auk þess sem framvinda og persónusköpun í skáldskap verður skoðuð. Fjallað verður um hefðbundin pólitísk pistaskrif sem og óhefðbundari, listrænni skrif í samhengi við samfélagsgagnrýni. Þá verður rætt um þá áskorun að koma sér að verki við skriftir, auk þess sem virkni húmors í textagerð verður til umræðu. Á milli þess sem aðstandendur málstofu halda stutta tölu um kraftinn sem býr í textanum mun þáttakendum bjóðast að leika sér að orðum og texta í gegnum æfingar sem koma umbreytandi hugarflugi á stað.

Málstofan nýtist þeim sem hafa áhuga á hverskonar skrifum á öllu litrófi hins fræðilega og skapandi. Markmið málstofunnar er að kynna og skoða nokkur verkfæri sem gagnast textasmiðum, sem og að skapa samræðu um ritferlið og virkni ólíkra skrifa. Málstofan samanstendur af nokkrum styttri fyrirlestrum, umræðum og samvinnu.

Tími: Sunnudagur 17. ágúst 15:30-17:15; Mánudagur 18. ágúst 17:30-19:15

Aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun er ágætt en þó eru tveir þröskuldar á leiðinni frá bílaplani og upp á 4. hæð. Aðgengileg salerni eru á 3. hæð.

 

Comments are closed.