Kúgun hversdagsins: fötlunarfordómar, margþætt mismunun og mannréttindabarátta

Umsjón: Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Freyja Haraldsdóttir

Lýsing: Í íslensku samfélagi flokkast mál sem snúa að fötlun almennt undir velferðarmál. Þetta veldur því að hópur fatlaðs fólks gleymist gjarnan í almennri umræðu um réttindi og stöðu ólíkra jaðarhópa samfélagsins. Í námsstofunni verður fjallað um fötlunarfordóma og hugtakið „ableism“, sem notað er um kerfisbundna mismunun og fordóma í garð fatlaðs fólks. Fjallað verður um ableisma í sögulegu samhengi og í tengslum við stöðu annarra hópa samfélagsins og réttindabaráttu þeirra. Farið verður yfir það hvernig fötlun birtist okkur í fjölmiðlum og hvað liggur að baki þeim meðvituðu og ómeðvituðu hugmyndum sem við höfum um fötlun og fatlað fólk. Skoðaðar verða birtingarmyndir ableisma innan annarra undirskipaðra hópa og hvenig ableismi getur hindrað þátttöku fatlaðs fólks í t.d. feminískum hreyfingum og hinsegin baráttu.

Nemendur verða hvattir til að líta inn á við og skoða sín eigin viðhorf út frá hugmyndum um ableisma. Persónulegar frásagnir fatlaðs fólks verða nýttar til þess að skoða hvaða áhrif ableismi hefur á daglegt líf fólks en jafnframt verður rætt hvernig hægt sé að hafa áhrif í rótgrónar hugmyndir samfélagsins um fatlað fólk. Boðið verður upp á umræður og fyrispurnir um efnið og er fyrirlesturinn ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á jafnréttismálum og vilja takast á við fordóma, bæði hjá sjálfum sér og í samfélaginu.

Tími: Miðvikudagur 13. ágúst 17:30-19:15

Aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun er ágætt en þó eru tveir þröskuldar á leiðinni frá bílaplani og upp á 4. hæð. Aðgengileg salerni eru á 3. hæð.

Comments are closed.