Seljagarður: Býli í borg

Umsjón: Steinunn Ásgeirsdóttir og Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir

Lýsing: Sumarið 2014 hóf hópurinn Miðgarður – borgarbýli uppbyggingu borgarbýlis í Reykjavík sem nefnist Seljagarður (http://www.seljagardur.is). Hópurinn hefur unnið að því að búa til gróðurhús, matjurtabeð, stíga og fleira í Seljagarði. Markmiðið er að búa til sjálfbæran rekstur þar sem að hverfisbúar og aðrir í samfélaginu geta tekið þátt í ræktun bæði innan- og utandyra, sótt námskeið í lífrænum lífstíl eða bara sest niður og spjallað með heitan bolla af njólakaffi.

Í þessum fyrirlestri verður hugmyndafræðin um samvinnu og sameiginlega ræktun skoðuð og hvernig hún birtist inn á milli arfans, samskipta og lausnamiðaðs hugarfars. Stefnan er að borgarbýlið verði sjálfbært og velt verður upp mismunandi útfærslum af sjálfbærum Seljargarði. Hugmyndafræði permakúltúrs verður kynnt, en permakúltúr er aðferð sem styðst við fyrirmyndir úr náttúrunni til að hanna kerfin sem eru nauðsynleg til að uppfylla þarfir okkar. Fjallað verður um hvernig permakúltúr getur orðið að liði í umhverfisverndarbaráttunni og gefið okkur forsmekk af matvælaframleiðslu sem þjónar ekki sérhagsmunum og skammtímagróða, heldur hagsmunum almennings og náttúrunnar.

Tími: Laugardagur 16. ágúst 15:30-17:15

Aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun er ágætt en þó eru tveir þröskuldar á leiðinni frá bílaplani og upp á 4. hæð. Aðgengileg salerni eru á 3. hæð.

Comments are closed.