Rót vandans: bíósýning og umræður með leikstjóra

Umsjón: Jón Bragi Pálsson

Lýsing: Heimildamyndin Rót vandans: Ísland og loftslagsbreytingar eftir Jón Braga Pálsson fjallar um umræðuna um loftslagsbreytingar á Íslandi og byggist á viðtölum við vísinda- og fræðimenn á sviði loftslagsbreytinga. Myndin beinir spjótum sínum að neyslumiðuðum lausnum á loftslagsvandanum og hugmyndinni um að hlýnun jarðar sé af hinu góða fyrir Íslendinga, með beinskeyttri gagnrýni á íslenskt neyslusamfélag. Heimildarmyndin gefur jafnframt innsýn inn í þverstæður þess að lifa hversdagslegu lífi í veröld neytandans og takast á við alvarleika hlýnunar jarðar. Myndin hefur fengið góðar viðtökur og var hún t.a.m. sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjaldborg. Sýningartími er 28 mínútur, og að sýningu lokinni mun Jón svara spurningum úr sal varðandi efni myndarinnar og ræða við áhorfendur um lofslagsbreytingar og umræðuna um þær á Íslandi. Trailer fyrir myndina má sjá hér: http://earth101.is/video/

Tími: Fimmtudagur 14. ágúst 20:00-21:45

Aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun er ágætt en þó eru tveir þröskuldar á leiðinni frá bílaplani og upp á 4. hæð. Aðgengileg salerni eru á 3. hæð.

Comments are closed.