Róttæki sumarháskólinn kynnir: Sumardagskrá 2015!

Við kynnum með stolti sumardagskránna 2015!

Í Róttæka sumarháskólanum 2015 verður boðið upp á fjölbreytt og áhugavert efni. Alls verður boðið upp á 13 námsstofur en 3 þeirra verða  á ensku. Staðsetningin í ár er ný og verður RóSu 2015 að þessu sinni haldinn í Múltí Kúltí á Barónstíg 3, 101 Reykjavík sem er steinsnar frá Hlemmi. Fullt aðgengi er í húsnæðinu.

Á RóSu 2015 verður boðið upp á mat, líkt og í fyrra, í sérstöku matarhléi sem yfirleitt verður milli 19:15 og 20:00. Maturinn verður ókeypis og framreiddur af sjálfboðaliðum úr vistvænum hráefnum. Ef maturinn klárast er stutt fyrir gesti að fara niður í 10-11 sem er hinu megin við götuna við Múltí Kúltí.

Líkt og áður verður tekið við frjálsum framlögum til að eiga fyrir ýmsum kostnaði, sér í lagi vegna húsnæðis, matar, plakatagerðar og vefhýsingar.

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

Óskum eftir ræðufólki/fyrirlesurum – Open call for speakers/lecturers

Ert þú með góða hugmynd að málstofu, fyrirlestri eða vinnustofu? Róttæki Sumarháskólinn verður haldinn dagana 10.-16. ágúst 2015, í Reykjavík, líkt og síðustu fjögur ár. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi. Ef þú ert með góða hugmynd að efni sem þig langar að fjalla um í Róttæka Sumarháskólanum hvetjum við þig til að lesa stefnu skólans(hér) og senda okkur svo tölvupóst á sumarhaskolinn@gmail.com með upplýsingum um þig og efnið. Skilafresturinn er 20. júní. Öllum verður svarað. Við hlökkum til að heyra frá þér!

Do you have a good idea for a seminar, lecture or workshop? The Radical Summer University will be held August 10th-16th 2015, in Reykjavík, just like the last four years. We are looking for people who are interested in joining us in this fun and important work. If you have a good idea for a topic you would like to cover at the Radical Summer University, we encourage you to read the school’s guiding principles(here) and send us an email to sumarhaskolinn@gmail.com with information about yourself and the subject matter. The deadline is June 20th. We will answer all e- mails. We look forward to hearing from you!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Samráðsfundur 5. október: Fundarboð

Vilt þú starfa með Róttæka sumarháskólanum í vetur og næsta sumar? Komdu þá á samráðsfund!

Róttæki sumarháskólinn boðar til opins samráðsfundar sem haldinn verður sunnudaginn 5. október klukkan 14:00 í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 (4. hæð).

Fundurinn er opinn öllum og markmið hans er að leggja línur fyrir starfsemina í vetur og næsta sumar, einkum og sér í lagi að safna sjálfboðaliðum til ýmissa spennandi verkefna. Á fundinum verður skipuð stjórn fyrir starfsárið, sem er gert til að fullnægja lagalegum kröfum um félagasamtök, en meiningin er ekki að öll starfsemi RóSu fari í gegnum miðlæga stjórn eða framkvæmdahóp líkt og verið hefur. Þess í stað er stefnt að því að fela einstaklingum og minni hópum umsjón afmarkaðra verkenfna, en halda reglulega opna fundi þar sem samhæfing fer fram og stærri sameiginlegar ákvarðanir teknar.

Við viljum hvetja allt áhugasamt fólk til að íhuga hvort það geti hugsað sér að taka að sér einhver þeirra verkefna sem eru nefnd hér fyrir neðan, upp á eigin spýtur eða í félagi við fleiri. Þessi verkaskipting er engan veginn endanleg, og kann að breyast á fundinum og í starfinu sjálfu þegar líður á veturinn. Fólk má gjarnan koma með tillögur að nýjum verkefnum, og einn og sami hópur eða einstaklingur getur tekið að sér mörg verkefni, o.s.frv.

Við leitum sérstaklega að sjálfboðaliðum í eftirtalin verkefni:

 • Dagskrárstjórn sumardagskrár: Móta og skipuleggja dagskrá sumarsins 2015.
 • Dagskrárstjórn vetrardagskrár: Móta og skipuleggja vetrardagskrá veturinn 2014-15.
 • Kynningarstjórn: Kynning viðburða, fjölmiðlasamskipti, samstarf við önnur félagasamtök um kynningu viðburða.
 • Vefstjórn: Umsjón með heimasíðu, uppfærsla Facebook-síðu, umsjón með póstlista, önnur margmiðlun.
 • Tenging út fyrir Reykjavík: Mynda eða koma á tengslum við hópa utan Höfuðborgarsvæðisins og kanna möguleika á að skipuleggja viðburði þar.
 • Gjaldkeri: Umsjón með fjármálum, skila árlegu uppgjöri, halda utan um frjáls framlög.
 • Fundarritun: Skrá fundargerðir og halda utan um þær, útbúa skýrslu eftir starfsárið.
 • ‘Location manager’: Húsvarsla á viðburðum, umsjón með tækjabúnaði, lyklavöld o.s.frv.
 • Matarstjórn: Umsjón með matargerð á viðburðum, öflun matar með ruslun eða öðrum leiðum.
 • Skemmtanastjórn: Hafa frumkvæði að óformlegum hittingum og skemmtiviðburðum.
 • Pössunarstjórn: Umsjón og skipulagning á barnapössun á viðburðum.
 • Stjórnarseta: Helsta verkefni stjórnar er að boða til reglulegra funda og sjá til þess að upplýsingar flæði milli þeirra sem annast einstök verkefni.

Sjáumst sem flest sunnudaginn 5. október í fundarsal RA að Hringbraut 121, fjórðu hæð!

 

Posted in Fréttir og tilkynningar, Vetrardagskrá 2014-2015 | Comments Off

Fjárhagsuppgjör RóSu 2013-2014

Kostnaður og gjöld Róttæka sumarháskólans starfsárið 2013-2014 hafa verið gerð upp og skilar starfsemin að þessu sinni kr. 23.104 í rekstrarafgang. Afgangurinn verður notaður til að fleyta starfi vetrarins og næsta sumars áfram.

Við þökkum enn og aftur þeim sem hafa lagt af mörkum til Róttæka sumarháskólans með sjálfboðavinnu og frjálsum framlögum, og ekki síst ReykjavíkurAkademíunni fyrir að veita okkur gjaldfrjáls afnot af húsnæði.

Tekjur:
Rekstrarafgangur frá RóSu 2013: kr. 20.922
Frjáls framlög 19. júlí (dagskrá í Friðarhúsi): kr. 4.600
Frjáls framlög 13.-19. ágúst (sumardagskrá): kr. 23.820
SAMTALS: kr. 49.342

Gjöld:
Vefhýsing og leiga á léni: kr. 13.570
Prentun á plakati: kr. 10.668
Kostnaður v. matargerðar: kr. 2.000
SAMTALS: kr. 26.238

Tekjur að frádregnum gjöldum (rekstrarafgangur): kr. 23.104

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off

Frjáls framlög á RóSu 2014 talin og komin í hús: Vel á þriðja tug þúsunda í reiðufé

Frjáls framlög sem bárust til Róttæka sumarháskólans á sumardagskránni 2014 dagana 13.-19. ágúst í ReykjavíkurAkademíunni hafa verið talin. Framlög í reiðufé sem sett voru í söfnunarkassa námu kr. 23.820. Auk þess barst eitt evrusent sem verður vandlega gætt.

Þá bárust einnig nokkur útfyllt eyðublöð fyrir mánaðarlegar félagagreiðslur og nemur heildarupphæðin á annan tug þúsunda yfir árið í heild. Gerð verður grein fyrir upphæðum sem safnast með þessari aðferð í uppgjöri haustið 2015.

Við þökkum hjartanlega öllum þeim sem létu fé af hendi rakna til okkar! Allt fé rennur beint til að greiða óumflýjanlegan rekstrarkostnað, en sem fyrr er allt starf Róttæka sumarháskólans rekið í sjálfboðavinnu.

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off

„Skildi mig eftir fulla eldmóðs.“ Úr ummælum þátttakenda á RóSu 2014

Framkvæmdahópur hefur nú farið yfir spurningablöðin sem við dreifðum á viðburðunum í sumar og komið niðurstöðum áleiðis til umsjónarfólks. Við birtum hér nokkur ummæli sem hlýja okkur um hjartarætur og gefa um leið einhverja mynd af því hvernig til tókst í sumar.

Almennt um Róttæka sumarháskólann:

 • „Ég vona að Róttæki sumarháskólinn vaxi og dafni.“
 • „Maturinn er æðislegur og myndar skemmtilega stemningu.“ / „Maturinn var algjör snilld.“ / „Yndislega að hafa matarhlé með vistvænum grænmetismat.“
 • „Heimasíðan er flott og aðgengileg. Maturinn frábær.“
 • „Heilt yfir bara mjög flott.“ / „Gott stöff.“ / „Frábært framtak.“

Ummæli um einstakar námsstofur (óflokkað):

 • „Afar róttækt – góðar hugmyndir! Setti hlutina í víðara samhengi.“
 • „Skildi mig eftir fulla eldmóðs“
 • „Frábært, fjölbreytt, fræðandi, vakti umræður.“
 • „Mjög skemmtilegt og gefandi.“
 • „Æðislegt! Fyrirlestur æði, umræður gagnlegar og frjóar. Takk fyrir mig.“
 • „Frábært, virkilega hnitmiðað, fróðlegt og skemmtilegt.“

Við þökkum öllum sem skildu eftir tillögur og ábendingar. Líkt og á hverju sumri síðan 2010 förum við rækilega í gegnum spurningablöðin og gætum þess að taka tillit til þess sem fram kemur á þeim.

 

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off

Viðtal í Reykjavík vikublað

Í dag, laugardaginn 16. ágúst, birtist heilsíðuviðtal við Viðar Þorsteinsson um Róttæka sumarháskólann í Reykjavík vikublað. Í viðtalinu er drepið á ýmsu, en það tók ritstjóri blaðsins Ingimar Karl Helgason. Hér má sjá PDF.

Einnig hafa styttri tilkynningar birst í DV (miðvikudaginn 13. ágúst) og Grapevine (11. tbl.) á síðustu dögum og vikum.

 

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Ókeypis matur slær í gegn

Við höfum áður boðið upp á mat í Róttæka sumarháskólanum, en í ár var sú nýjung að bjóða hann á hverjum degi dagskrárinnar og gera ráð fyrir sérstöku matarhléi. Óhætt er að segja að gestir hafi tekið vel í þessa nýbreytni. Maturinn, sem að sjálfsögðu var ókeypis líkt og allt sem fram fer á RóSu, var með eindæmum gómsætur og bæði hollur, dýra- og umhverfisvænn.

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

RóSu í jafnréttisþætti Víðsjár

Í Víðsjá í dag, föstudaginn 8. ágúst, var rætt við Viðar Þorsteinsson og Nönnu Hlín Halldórsdóttur úr framkvæmdahóp RóSu um stefnu okkar og verkalýðsbaráttuþemað í ár. Þátturinn var helgaður jafnréttis- og mannréttindabaráttu í víðum skilningi. Einnig var rætt við annan framkvæmdahópsmeðlim, Írisi Ellenberger, um gagnrýni sem hún og fleiri settu fram í kjölfar Nordiskt Forum.

Hlustið á þáttinn í heild sinni hér:
http://www.ruv.is/jafnrettismal/bylting-i-betri-stofunni

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2014, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off

Elín Inga Bragadóttir í Morgunútvarpinu

Elín Inga Bragadóttir var í viðtali við Morgunútvarpið um efni námsstofu sinnar í Róttæka sumarháskólanum, Kynlegar athugasemdir og öryggi kvenna í þjónustustörfum. Þar fjallar hún m.a. um landlæga kynferðislega áreitni gagnvart ungum konum sem starfa í geiranum. Heyra má viðtalið í heild sinni hér.

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2014, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off