Sólveig Anna í viðtali við Morgunblaðið

Morgunblaðið birti í dag viðtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, meðlim í framkvæmdahópi Róttæka sumarháskólans og einn af fyrirlesurum okkar síðan sumarið 2012. Í viðtalinu segir Sólveig Anna meðal annars:

„Við viljum vera vettvangur fyrir líflegar umræður og leitast við að taka fyrir málefni sem hafa ekki verið „mainstream“. Það hefur satt best að segja ekki verið mikið rými fyrir róttæka og gagnrýna umræðu að undanförnu. Við viljum leggja okkar af mörkum til að breyta því. “

Viðtalið er á blaðsíðu 6 í blaðinu en hér má sjá úrklippu.

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2014, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off

Námsskrá og Stundaskrá Róttæka sumarháskólans 2014

Námsskrá og Stundaskrá Róttæka sumarháskólans 2014 eru hér með auglýstar.

Sérstakt þema á RóSu 2014 er verkalýðsbarátta. Þemað er rauður þráður í gegnum margar námsstofurnar, en einnig eru dagskrárliðir sem tengjast ekki þemanu beint.

Tenglar á pdf-skjöl (opnast í nýjum glugga):

Sjáumst 13. ágúst í ReykjavíkurAkademíunni!

Posted in Fréttir og tilkynningar, Róttæki sumarháskólinn 2014 | Comments Off

Dagsetningar RóSu 2014

Róttæki sumarháskólinn verður haldinn í fjórða sinn sumarið 2014. Dagskráin fer fram dagana 13.-19. ágúst í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, að Hringbraut 121 í Vesturbæ Reykjavíkur (gamla JL-húsið, þar sem nú er Nóatún og Myndlistarskólinn í Reykjavík).

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

Stefna og Sameiginleg gildi birt á heimasíðunni

Framkvæmdahópurinn sem hefur starfað síðan síðasta sumar er búinn að samþykkja Stefnu og Sameiginleg viðmið fyrir starfið framundan.

Endilega kíkið á þessi skjöl, sem eru í anda þess góða starfs sem unnið hefur verið í RóSu sumurin 2011, 2012 og 2013 – og sumarið 2014 verður þar enginn eftirbátur. Meira um það síðar.

Í framkvæmdahópnum sem undirbýr sumarið 2014 sitja Sólveig Anna Jónsdóttir, Nanna Hlín Halldórsdóttir, Íris Ellenberger, Hjalti Hrafn Hafþórsson, Hildur Þóra Sigurðardóttir, Pontus Järvstad, Viðar Þorsteinsson og Áslaug Einarsdóttir.

Posted in Fréttir og tilkynningar, Vetrardagskrá 2013-2014 | Comments Off

Námsstofa um forréttindi

Hefur þú engin forréttindi? Skilur þú ekki hvað jaðarsettir hópar (sem þú tilheyrir ekki) eru alltaf að kvarta? Þá er þetta námsstofa fyrir þig.

Þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20:00 stendur Róttæki Sumarháskólinn fyrir sjálfsrýni í námsstofu um forréttindi og forréttindastöðu. Námsstofan fer fram í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121 í Reykjavík (JL húsið), á 4. hæð.

Öll höfum við einhver forréttindi og það er mikilvægt að við áttum okkur á forréttindastöðu okkar til þess að við endurframleiðum ekki þau kúgandi kerfi sem við erum að reyna að brjóta niður.

Hildur, Íris, Pontus og Ugla halda stutt innlegg um forréttindi og að vera stuðningsmanneskja (ally) út frá eigin reynslu í bland við umræður og leiki.

Fólk sem notar hjólastóla er beðið að athuga að það er lágur þröskuldur við innganginn að rými ReykjavíkurAkademíunnar á 3. hæð sem gæti verið hindrun.

Þau sem hafa verið „konfronteruð“ vegna kynferðislegrar misnotkunar eru ekki velkomin á þennan viðburð.

Öruggara rýmis stefna:

  • Þegar maður tekur þátt í umræðum um málefni jaðarsetts hóps er gott að hafa í huga
  • Hver er staða og forréttindi mín gagnvart öðrum í hópnum? Er ég gagnkynhneigður/hinsegin, kona/karl, innlendur/erlendur, menntaður/ómenntaður, trans*/cis, o.s.frv.
  • Að tala bara fyrir sjálfa/n mig. Það gildir sérstaklega ef ég hef mikil forréttindi saman borið við aðra í hópnum. Forðast að alhæfa um samfélagshópa sem ég tilheyri ekki og/eða segja þeim hvernig þau eiga að haga baráttu sinni.
  • Að stíga til baka (eða stíga fram). Ef ég er manneskja sem yfirleitt tala mikið og á það til að dómínera umræðum þá er gott að ég íhugi að stíga aðeins til baka og hlusti meira en venjulega. Við viljum að þetta sé rými þar sem fólki sem finnst oft ekki þægilegt að taka mikið pláss finnist það öruggt til að tala meira.
  • Við forðumst að lýsa ofbeldi og höfum ávallt í huga að þolendur geta verið til staðar. Ef okkur finnst mikilvægt að tala beint um ofbeldi sækjumst við eftir samþykki hópsins og notum efnisviðvaranir. Við segjum þolendum aldrei hvernig þau eiga að höndla sína reynslu.
  • Ef að þér er bent á að þú ert að fara yfir mörk annarra og/eða þér er bent á að þú ert að tala fyrir annað fólk þá vinsamlegast reyndu að taka þeirri gagnrýni vel og forðast að fara í vörn, heldur hlusta á það sem þér er bent á og taka það alvarlega. Við gerum öll mistök, það sem skiptir mestu máli er hvernig við bregðumst við.

Hafið þið ekki hugmynd um hvað við erum að tala? Tékkið á þessu:

Posted in Fréttir og tilkynningar, Vetrardagskrá 2013-2014 | Comments Off

Aðalfundur RóSu – fimmtudagskvöldið 26. september

Kæru róttæku félagar!

Fimmtudagskvöldið 26. september verður haldin aðalfundur Róttæka sumarháskólans 2013. Ætlunin er að halda róttæku starfi áfram í vetur! Skapa vettvang til að ræða, skilja, gera og skapa usla allt árið í kring!

Á aðalfundinum verður lagt fram og rætt hvernig skuli halda róttækum vettvangi úti í vetur. Þess að auki verður skapaður skipulagshópur RóSu og lagðar til róttækar umgengnis og/eða samskiptareglur RóSu.

Staður: ReykjavíkurAkademían.
Tími: 20:00.

Sjáumst hress!

(Facebook-viðburður hér: https://www.facebook.com/events/1376920925876721/ )

 

Posted in Fréttir og tilkynningar | Comments Off

Andri og Hlöðver í Harmageddon

Hinn vinsæli útvarpsþáttur Harmageddon ræddi við Hlöðver Sigurðsson og Andra Þorvaldsson um námsstofuna þeirra um anarkó-kommúnisma. Viðtalið var sent út föstudaginn 16. ágúst á útvarpsstöðinni X-ið.

Hlustið á viðtalið hér:

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP20372

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Myndir frá aðgerðastofunni Andóf gegn olíuvinnslu

Hér getur að líta myndir frá aðgerðastofu Finns og Nönnu Hlínar um „Andóf gegn olíuvinnslu“. Um 35 manns mættu og umræður voru líflegar.

 

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

RóSu2013 fer frábærlega af stað

Líflegar umræður á námsstofu Nicks Robinson, „Radicalizing Food and Farming in Iceland“ miðvikudagskvöldið 14. ágúst.

– dúndurmæting og líflegar umræður á fyrsta degi dagskrárinnar

Um 50 manns mættu á námsstofu Nicks Robinsson um róttæknivæðingu matvælaframleiðslu á Íslandi, og um 40 manns á námsstofu Kristins Más Ársælssonar um lýðræðislega stjórn fyrirtækja og hagkerfisins í heild.

Umræður voru líflegar á báðum námsstofum. Í námsstofu Nicks voru myndaðir sérstakir umræðuhópar og hafa þegar komið fram óskir um áframhaldandi úrvinnslu á hugmyndum sem þar komu fram. Fjölmiðlar hafa sýnt báðum námsstofum nokkra athygli, en bæði Víðsjá og útvarpsþátturinn Harmageddon hafa sagt frá þeim og tekið viðtöl við umsjónarmennina.

Það er því óhætt að segja að Róttæki sumarháskólinn fari vel af stað þetta sumarið. Þétt dagskrá er framundan í kvöld, um helgina, og fram á þriðjudag. Öll dagskrá er ókeypis, öllum opin, og krefst engrar skráningar. Sjáumst í ReykjavíkurAkademíunni (JL-húsinu, Hringbraut 121, 4. hæð)!

Posted in Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off

Illugi Jökulsson bloggar um umfjöllunarefni RóSu

Blaðamaðurinn og bloggarinn Illugi Jökulsson birti í dag (15. ágúst) hugleiðingu á Pressu-bloggi sínu í tilefni af viðtali Harmageddon við Kristin Má Ársælsson, hér:

http://blog.pressan.is/illugi/2013/08/15/af-hverju-ma-lydraedi-ekki-gilda-i-atvinnulifinu/

Posted in Fjölmiðlaumfjöllun 2013, Róttæki sumarháskólinn 2013 | Comments Off